Sameining Taflfélags Bolungarvíkur og Skákdeildar Breiðabliks

Gummi og Halldór handsala sameininguna

Taflfélag Bolungarvíkur og Skákdeild Breiðabliks hafa ákveðið að sameinast undir nafninu “Skákdeild Breiðabliks og Bolungarvíkur”.

 

Taflfélag Bolungarvíkur á sér langa sögu og er m.a. fjórfaldur Íslandsmeistari skákfélaga (2009-2012).  Í dag er aðalstarfsemi félagsins þátttaka sveitar í 1.deild Íslandsmóts skákfélaga með Norðurlandameistarann Jóhann Hjartarson og fyrrverandi heimsmeistara sveina Jón L Árnason í broddi fylkingar.

 

Skákdeild Breiðabliks er þriggja ára og rekur öflugt barna og unglingastarf í Stúkunni við Kópavogsvöll. Skákdeildin stendur fyrir ýmsum mótum t.d. Gestamótinu og Elítukvöldunum í samvinnu við Taflfélagið Huginn og skólamót Kópavogs í samvinnu við skákkennara í Kópavogi. Breiðablik er með tvær sveitir í ÍS, önnur í þriðju deild og hin í þeirri fjórðu.

 

Tilgangur sameiningarinnar er að auka breidd, styrk, nýliðun og fjölbreytileika beggja aðila í nýju og spennandi samstarfi.

Sérkenni hvers aðila mun haldast og það góða starf sem bæði félögin standa fyrir. 

Nýtt félag mun senda sameiginlegt lið í Íslandsmót skákfélaga og stefnt er að því að fjölga sveitum þess í fjórar á næstu árum.

Það er sýn beggja aðila að hið nýja félag verði spennandi vettvangur fyrir gróskumikið starf þar sem reynsla og æska koma saman.

 


27.Bolvíkingaæfingin

Haldin hjá Magnúsi Pálma 19.september 2017

Klikkið á myndina til að sjá almennilega !

27.Bolvíkingaæfingin


Bloggfærslur 20. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband