Magnús Pálmi Vetrarmeistari Öðlinga 2014

vetrarmot2014_a

vetrarmot_sigurbegarar

Miðvikudagskvöldið 10.desember fór fram sjöunda og síðasta umferðin í Vetrarmóti öðlinga. Spennan var mikil enda Magnús Pálmi Örnólfsson og Þorvarður Fannar Ólafsson efstir og jafnir fyrir umferðina með fimm vinninga, heilum vinning á undan næstu mönnum.
Magnús tefldi við Vignir Bjarnason meðan Þorvarður mætti Kristjáni Halldórssyni. Báðar skákirnar voru jafnar lengi framan af og spennan magnaðist þegar á leið. Lengstu skákirnar voru á þremur efstu borðunum en á því þriðja vann að lokum Sverrir Örn Björnsson skák sína við John Ontiveros og tryggði sér þar með þriðja sætið á mótinu.
Magnús vann svo sína skák gegn Vigni eftir að hafa unnið riddara á skemmtilegan hátt. Allra augu beindust þá að skák Þorvarðar og Kristjáns en þar stóð Þorvarður betur en var orðinn tæpur á tíma. Hann var þó öryggið uppmálað í snúnu endatafli og sótti vinning þrátt fyrir öfluga og hetjulega vörn Kristjáns.
Magnús Pálmi og Þorvarður Fannar komu því jafnir í mark með sex vinning og þurfti því að grípa til stigaútreiknings til að knýja fram úrslit. Þar hafði Magnús betur en jafnara gat það vart orðið. Hann er því Vetrarmeistari öðlinga 2014 og er vel kominn að þeim sigri. Þetta er annar sigur hans á kappskákmóti í skákhöllinni á árinu, en Magnús sigraði örugglega áskorendaflokk Wow air mótins í vor.

Sjá nánar á: www.chess-results.com/tnr150003.aspx

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband