Fjórir sterkir skákmenn ganga til liđs viđ Taflfélag Bolungarvíkur

TaflBol017

Fjórir sterkir skákmenn hafa ákveđiđ ađ ganga til liđs viđ Taflfélag Bolungarvíkur og styrkja 1.deildarliđ ţess fyrir deildarkeppnina nćstkomandi vetur. Ţetta eru Jón Loftur Árnason stórmeistari og alţjóđlegu meistararnir Jón Viktor Gunnarsson, Bragi Ţorfinnsson og Dagur Arngrímsson.


Jón L ţarf vart ađ kynna enda hefur hann veriđ í forystusveit íslenskra skákmanna um árarađir ţó hann hafi minnkađ taflmennskuna hin síđari ár. Eftirminnilegasta afrek Jóns L er án efa sigur hans á heimsmeistaramóti sveina 16 ára og yngri áriđ 1977 ţar sem hann varđ á undan ekki ómerkari manni en síđar heimsmeistara Garry Kasparov. Jón L var áđur í Taflfélaginu Helli.
Alţjóđlegu meistararnir Jón Viktor og Bragi Ţorfinnsson eru af ţeirri kynslóđ sem hefur hin síđari ár veriđ ađ taka viđ keflinu af fjórmenningaklíkunni svokallađri. Skákmenn af ţessari kynslóđ stimpluđu sig rćkilega inn áriđ 1995 ţegar ţeir urđu Ólympíumeistarar sveita yngri en 16 ára. Jón Viktor og Bragi tefldu ţar á 1. og 2. borđi. Jón Viktor var áđur í Taflfélagi Reykjavíkur og Bragi í Taflfélaginu Helli.


Dagur Arngrímsson er einn efnilegasti skákmađur landsins og hefur veriđ ađ auka styrkleika sinn jafnt og ţétt undanfarin ár. Hann klárađi síđasta skilyrđiđ fyrir alţjóđlegum meistaratitli í vetur og mun án efa banka á dyr íslenska landsliđsins innan skamms. Dagur var áđur í Taflfélagi Reykjavíkur.

Á sama tíma gerir Taflfélag Bolungarvíkur tímamótasamninga viđ ţrjá af ţessum öflugu skákmönnum. Jón Viktor og Bragi Ţorfinnsson eru styrktir til tveggja ára ţannig ađ ţeir geti einbeitt sér algjörlega ađ taflmennsku og stefnan er ađ ţeir verđi báđir orđnir stórmeistarar ađ ţeim tíma liđnum. Dagur Arngrímsson er styrktur til ţriggja ára til ađ auka styrkleika sinn sem skákmanns.


Taflfélag Bolungarvíkur hefur mikla trú á ţessum skákmönnum og vill međ ţessum samningum leggja sitt lóđ á vogarskálarnar til ţess ađ efla íslenskt skáklíf.

Á síđasta keppnistímabili vann Taflfélag Bolungarvíkur tvo titla af fjórum mögulegum, sigur vannst í 2. og 4. deild. Á nćsta tímabili verđur TB međ liđ í 1.deild og 3.deild og stefnan er sett á ađ senda tvö liđ í fjórđu deild. Öflugt barna- og unglingastarf er hafiđ í Bolungarvík og standa vonir til ađ bolvískir unglingar muni tefla í 4.deild ásamt gamalreyndum bolvískum skákmönnum.

 

Myndaalbúm frá undirskriftinni: http://taflfelagbolungarvikur.blog.is/album/fjorir_fraknir/image/505904/

 

Nánari upplýsingar um hina nýju félagsmenn Taflfélags Bolungarvíkur:

 

Jón Loftur Árnason stórmeistari fćddur 13.nóvember 1960.

 • Núverandi skákstig: 2507
 • Heimsmeistari sveina (16 ára og yngri) áriđ 1977 í Cagnes-sur-Mer í Frakklandi á undan ekki ómerkari manni en Garry Kasparov.
 • Útnefndur stórmeistari áriđ 1986 Íslandsmeistari 1977, 1982 og 1988.
 • Var í sveit Íslands sem varđ í 5.sćti á Ólympíumótinu í Dubai 1986 og 6.sćti í Manila 1992

Jón Viktor Gunnarsson alţjóđlegur meistari fćddur 18.júlí 1980.

 • Núverandi skákstig: 2431
 • Útnefndur alţjóđlegur meistari áriđ 1998 . Er međ einn áfanga ađ stórmeistaratitli.
 • Íslandsmeistari áriđ 2000.
 • Tefldi á 1.borđi í sveit Íslands 16 ára og yngri sem varđ Ólympíumeistari áriđ 1995.

Bragi Ţorfinnsson alţjóđlegur meistari er fćddur 10.apríl 1981.

 • Núverandi skákstig: 2408.
 • Útnefndur alţjóđlegur meistari áriđ 2003 .
 • Tefldi á 2.borđi í sveit Íslands 16 ára og yngri sem varđ Ólympíumeistari áriđ 1995.

Dagur Arngrímsson alţjóđlegur meistari fćddur 14. janúar 1987.

 • Núverandi skákstig: 2392
 • Verđur útnefndur alţjóđlegur meistari áriđ 2008.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband