Lokapistill

 

scaled_IMG_2747

Þetta eru búnir að vera fínir dagar og margar góðar skákir litið dagsins ljós.

Í eldri flokki vann Patrekur Maron feikilega öruggan sigur og annað hvort setti met eða jafnaði met með því að vinna alla andstæðinga sína ellefu að tölu. Það má segja að sigur Patreks á Hallgerði Helgu í annarri umferð hafi gefið tóninn að því sem koma skildi. Þá lék Patrekur þrumuleik í stöðu sem virtist vera í jafnvægi og Hallgerður neyddist samstundis til að gefast upp. Eftir það héldu honum engin bönd og öruggur sigur varð raunin þó að Hallgerður, sem byrjaði rólega, fylgdi honum fast eftir með því að vinna síðustu níu skákir sínar. Aðrir leikendur í toppnum voru Svanberg Már Pálsson sem fórnaði bara ef stöðurnar voru leiðinlegar með góðum árangri og Jóhann Óli úr Borgarfirðinum sem tefldi vel og virðist vera líklegur til afreka í framtíðinni.

Í yngri flokki hafði Mikael Jóhann mikinn baráttusigur og hækkaði sig úr næst neðsta sæti í fyrra í það efsta í ár. Mikael sagði mér að hann hefði sett stefnuna á þennan sigur strax á fyrsta degi eftir mótið í fyrra. Sigur Mikael á Dag Andra í  níundu umferð var glæsilegur og skóp í rauninni sigur hans. Friðrik Þjálfi úr Grunnskóla Seltjarnarness og Dagur Andri úr Seljaskóla voru í toppbaráttunni allan tímann og voru sjónarmun á eftir Akureyringnum í mark. Friðrik Þjálfi tefldi af öryggi allt mótið og var sá eini sem tapaði ekki skák og Dagur Andri fannst mér tefla einstaklega þroskað og á án efa eftir að gera góða hluti í framtíðinni. Guðmundur Kristinn Lee varð í fjórða sæti, en hefði eflaust viljað enda ofar. Hann hefur næmt auga fyrir fléttum, en þyrfti stundum að nota tímann betur.

Tvær stúlkur tefldu í eldri flokki og ein í þeim yngri. Stúlkurnar áttu í fullu tré við strákana og greinilegt að þær þurfa enga forgjöf skáklega séð, en e.t.v. rétt eins og fram hefur komið hjá Lenku og fleirum að hlúa þarf að félagslegu hliðinni þ.e.a.s. bjóða stelpum upp á umhverfi sem hentar þeim.

Lokastaðan í eldri flokki: http://install.c.is/skolaskak2008/eldri.htm

Lokastaðan í yngri flokki: http://install.c.is/skolaskak2008/yngri.htm

Myndir af verðlaunaafhendingu og frétt á vikari.is: http://vikari.is/?m=0&cat=5&pageid=2709

Frétt á bb.is: http://bb.is/Pages/26?NewsID=115178

 

Fréttir af Kjördæmamótum:

Vesturland:
Vestfirðir: 
Austfirðir: Ekki haldið mót

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í lokapistlinum er sagt að "Friðrik Þjálfi og Dagur Andri séu báðir úr Salaskóla" þetta er því miður ekki rétt en ég vildi svo gjarnan hafa þá með í okkar stóra og glæsilega skákhóp í Salaskóla.

Annars kærar þakkir fyrir skemmtilegt mót og hamingjuóskir til ykkar allra.

Tómas Rasmus kennari í Salaskóla..

Tómas Rasmus (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 22:01

2 Smámynd: Taflfélag Bolungarvíkur  Ritstjóri Halldór Grétar

Takk fyrir Tómas, ég breytti færslunni til samræmis !

 Kveðja

Halldór Grétar

Taflfélag Bolungarvíkur Ritstjóri Halldór Grétar, 28.4.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband