Þröstur Þórhalls og Jón Viktor í ham

 

Hraðskákmót Íslands 2010

 

 Þröstur Þórhallsson gerði góða ferð til London um miðjan desember og krækti sér í 3.-7. sætið í FIDE Open flokknum í London Chess Classic hátíðinni. Þetta er besti árangur Þrastar í langan tíma og kærkominn eftir langan öldudal. Þröstur vann m.a. indverska stórmeistarann Abhijeep Gupta glæsilega í lokaumferðinni.

Jón Viktor og Þröstur urðu síðan jafnir og efstir á Friðriks-mótinu, sem jafnframt var Hraðskákmót Íslands, rétt fyrir jólin. Jón Viktor var hærri að Monrda stigum og varð því Hraðskákmeistari Íslands 2010. Reyndar urðu félagsmenn TB í fjórum efstu sætunum.

1. Jón Viktor Gunnarsson  TB 9

2. Þröstur Þórhallsson TB 9

3. Jóhann Hjartarsson TB 8

4. Jón L Árnason TB 8

5. Helgi Ólafsson TV 8

6. Omar Salama Helli 8

7. Bergsteinn Einarsson TR 8


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband