Bikarmeistarar lagðir að velli

Bolvíkingar og KR-ingar áttust við í 1. umferð hraðskákkeppni taflfélaga í gær. Enn eitt árið, þessi lið dragast merkilega oft saman. KR-ingar eru enn að fagna sigrinum á Þór og þegar við mættum í Frostaskjólið tók Bikarinn í öllu sínu veldi á móti okkur. Flottur gripur. Við landsbyggðarmenn urðum auðvitað að hefna og mættum óhræddir til leiks, engin slá til að bjarga KR í þetta skiptið. Augljóst var í upphafi að einu eða tveim ELO stigum munaði á liðunum. Við tókum strax forystuna með 4,5-1,5 sigrum í fyrstu tveim umferðunum. Þá þriðju vann KR með minnsta mun en það reyndist eina sigurumferðin þeirra. Við bættum svo í og eftir 5-1 sigur í 6. umferð var ljóst að staðan í hálfleik var 24-12. Helmingsmunur og í seinni hálfleik bættum við í. Lokatölur urðu 52-20 Íslandsmeisturunum í vil.

 

Stefán, Jón Viktor, Þröstur og Dagur drógu vagninn og fengu 42 vinninga samtals. Þröstur var að venju með fullt hús en það tekur varla að nefna það. Maðurinn er með rugl skor fyrir Bolvíkinga í þessari keppni og heyrir til undantekninga ef hann missir punkt. Athyglisverðasta viðureignin var á milli Stefáns og Sigurðar Herlufsen. Í fyrri skákinni fórnaði Stefán manni fyrir mjög vænlega sókn. Sigurður varðist vel og Stefán þurfti að nota mikinn tíma til að finna sigurleiðina. Það tókst að lokum en tíminn þraut og Sigurður fagnaði sigri. Í seinni skákinni vann Sigurður mann og vélaði Stefán svo hægt og örugglega niður. Dæmið snérist hins vegar við og nú var það Sigurður sem féll í kolunninni stöðu. Stefán getur þakkað æðri máttarvöldum fyrir að hafa náð 1-1 jafntefli á móti Sigurði. Eða setti hann kannski upp ósýnilega slá?

 

Við þökkum KR fyrir góðar móttökur og skemmtilegar skákir. Sjálfsagt mætumst við aftur að ári!

Guðmundur Daðason, liðsstjóri.

 

Árangur Bolvíkinga:

Þröstur Þórhallsson 11 af 11

Dagur Arngrímsson  11 af 12

Jón Viktor Gunnarsson 10 af 11

Stefán Kristjánsson  10 af 12

Árni Ármann Árnason  5,5 af 12

Sæbjörn Guðfinnsson  3 af 8

Guðmundur Daðason  1,5 af 6

 

Árangur KR-inga:

Jón G. Friðjónsson  5,5 af 12

Sigurður Herlufsen  4,5 af 12

Jóhann Örn Sigurjónsson  3,5 af 12

Vilhjálmur Guðjónsson  3 af 12

Ingimar Jónsson  2,5 af 12

Gunnar Skarphéðinsson  1 af 12


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband