13.12.2014 | 23:36
Kóngarnir og Balotelli sigra á skákmóti !
Á hverju ári heldur TR fjölskyldujólaskákmót. Keppt er í tveggja manna liðum sem skipuð eru annars vegar félagsmönnum (krökkum) í TR og hins vegar einhverjum öðrum úr fjölskyldunni. Má vera foreldri, systkini eða bara einhver ættingi. Tvö lið voru efst og jöfn.
En úrslit urðu annars sem hér segir:
1.-2. Kóngarnir: Bárður Örn Birkisson og Björn Hólm Birkisson, Balotelli:Benedikt Ernir Magnússon og Magnús Pálmi, 8 vinninga.
3.-5. Grýlugaffallinn: Mykhaylo Kravchuk og Vladimir, Jólaskákfélagið: Róbert Luu og Quan, Biskupaparið: Bjarki Arnaldarson og Arnaldur Loftsson, 7 vinninga.
Það þarf vart að taka fram að bæði lið eru rammbolvísk. Ekki bara það heldur eru allir fjórir keppendurnir náskyldir. Þeir Björn og Bárður eru synir Birkis Bárðasonar, Guðmundssonar frá Hóli. Bárður er svo bróðir Örnólfs Guðmundssonar. Það vill síðan svo skemmtilega til að Örnólfur er pabbi Magnúsar Pálma !
Nánar á: http://www.taflfelag.is/?c=frettir&id=1522&lid=&pid=&option=
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.