24.4.2008 | 21:23
Pistill fimmtudags
Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir - Patrekur Maron Magnússon
25. - Be5 !!
Gefið
0-1
Eldri flokkur:
Hart var barist í dag og úrslitin í eldri flokki gefa fyrirheit um spennandi mót. Hallgerður Helga og Jóhann Óli tefldu hörku skák í fyrstu umferð sem endaði með jafntefli þegar Jóhann Óli komst ekki lengur neitt áleiðis í peðsendatafli. Í annarri umferð átti svo Patrekur leik umferðarinnar þegar hann lék 25. - Bg7-e5 ! sem vinnur einfaldlega mann. Þriðja umferðin bauð upp á óvænt úrslit þegar Jökull náði að vinna heilan hrók af Herði Aron. Hörður barðist samt áfram af krafti og náði að vinna hrókinn aftur með sprikli með drottningu og riddara. Hann var samt ennþá peði undir og Jökull náði að innbyrða sigur í peðsendatafli. Á sýningarborðinu tefldu Borgfirðingurinn Jóhann Óli og Nökkvi langa og spennandi skák. Jóhann náði að vinna peð í byrjuninni og upp kom hróksendatafl. Eftir miklar tilraunir hjá Jóhanni og góða vörn hjá Nökkva kom upp staða úr "Bronsinu" og Nökkvi kunni að verjast og landaði jafnteflinu örugglega.
Staðan er sú að Patrekur er efstur með 3 vinninga, næstur er Svanberg með 2 vinninga og frestaða skák. Svo koma fjórir skákmenn með 2 vinninga. Hallgerður Helga er með 1 1/2 vinning og ætlar sér örugglega ofar. Einnig er Nökkvi í góðri stöðu með 1,5 vinning og frestaða skák.
Yngri flokkur:
Friðrik Þjálfi er með fullt hús í yngri flokki. Í humátt á eftir honum koma Akureyringurinn Mikael Jóhann, Dagur Kjartans og Dagur Andri með 2,5 vinninga.
Skákir úr 1.umferð: http://install.c.is/skolaskak2008/1/tfd.htm
Skákir úr 2.-3.umferð: http://install.c.is/skolaskak2008/2til3/tfd.htm
Flokkur: Skólaskák 2008 | Breytt 26.10.2008 kl. 03:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.