28.9.2008 | 21:11
Taflfélag Reykjavíkur Hraðskákmeistari taflfélaganna
Hraðskáksveit Taflfélags Reykjavíkur
Hraðskáksveit Taflfélags Bolungarvíkur (á myndina vantar Magnús Pálma)
Sveit Íslandsmeistara Taflfélags Reykjavíkur sigraði sveit Taflfélags Bolungarvíkur 40½-31½ í úrslitum Hraðskákkeppni taflfélaga sem fram fór í félagsheimili TR í dag. Þetta er sjötti sigur TR í þessari 14 gömlu keppni og þar af þriðji sigurinn í röð.
Skipan sveitanna og árangur var eftirfarandi:Taflfélag Reykjavíkur
1. SM Þröstur Þórhallsson 8,5 v af 12
2. AM Stefán Kristjánsson 6,5 v af 12
3. AM Arnar E. Gunnarsson 9 v af 12
4. Snorri G. Bergsson 6,5 v af 12
5. Guðmundur Kjartansson 4,5 v af 12
6. Bergsteinn Einarsson 0 v af 3
7. SM Helgi Áss Grétarsson 4,5 v af 8
8. Daði Ómarsson 1 v af 1
Taflfélag Bolungarvíkur
1. SM Jón L. Árnason 7 v af 12
2. AM Jón V. Gunnarsson 8 v af 12
3. AM Bragi Þorfinnsson 6,5 v af 12
4. AM Dagur Arngrímsson 3,5 v af 11
5. Guðmundur Gíslason 4 v af 11
6. Elvar Guðmundsson 2,5 v af 6
7. Halldór G. Einarsson 0 v af 3
8. Magnús P. Örnólfsson 0 v af 4
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.