Aloyzas Kveinys - Jón Viktor

Jón Viktor tefldi vel allt mótið, en besta skák hans var trúlega á móti hinum öfluga Kveinys frá Lettlandi.

GM Aloyzas Kveinys 2533 (Vilnius Chess-Bridge Club)

IM Jón Viktor Gunnarsson 2430 (Taflfélag Bolungarvíkur)

Drottningarpeðsbyrjun sem þróast út í Sikileyjarvörn - Maroczy Bind

1.d4 Rf6 2.Rf3 g6 3.c4 c5 4.Rc3

Kveinys vill greinilega ekki hleypa Jóni Viktori í Benkö bragðið.

4. - cxd4 5.Rxd4 Rc6 6.e4 d6 7.Be2 Rxd4 8.Dxd4 Bg7 9.Be3 0-0 10.Dd2

kveinys-jonviktor1.jpg

Kveinys hafði teflt þessa stöðu tvisvar áður (Malisauskas 1998 og Tiviakov 2002). Báðar þær skákir enduðu með jafntefli. Jón Viktor velur núna óalgengt framhald sem hann sagðist hafa skoðað á eldhúsborðinu nokkrum mánuðum áður.

10. -  a5!? 11.0-0 a4 12.f3 Da5 13.Hab1

kveinys-jonviktor2.jpg

Hugsanlega var betra að staðsetja hrókinn á c1. Þá á svartur t.d. ekki Bxa2 eins og kom upp í skákinni. En hugsanlega hefur Jón Viktor þá ætlað sér að leika 10. - Be6 (10.-Bd7 11.c5!) 11.Rd5 Dxd2 12.Rxe7+ Kh8 13.Bxd2 Hfe8 14.Rd5 Rxd5 15.cxd5 Bxd5 16.Bb5 og þá má leika He5 og svartur virðist mega vel við una.

13. - Be6 14.Rd5 ?!

Trúlega var 14.Hfc1 ráðlegra. Svartur kemur sér samt þægilega fyrir í þeirri stöðu með 14. - Hfc8 og þrýstir á c4 peðið.

14. - Dxd2 15.Rxe7+ Kh8 16.Bxd2 Hfe8 17.Rd5 Rxd5 18.cxd5 Bxd5

kveinys-jonviktor3.jpg

Þessi peðsvinningur til baka er þekktur í áþekkum stöðum. Núna er einungis spurning um hvernig spilast úr þessari stöðu.

19.Bb5

Hugsanlega var 19.a3 Ba2 20.Ha1 Bb3 21.Hab1 betra, en hvítur verður samt í eilífðar vandamálum með veik peðin á a3 og b2.

19. -  Bxa2 20.Bxe8  (20.Ha1 He5) Bxb1 21.Bxf7 Bd3 22.Hd1

kveinys-jonviktor4.jpg

Sennilega hefur Kveinys verið að leita eftir einhverri leikjaröð sem notfærir sér mát með tveim biskup ef svartreita biskup svarts hverfur af skálínunni h8-a1, eins og 22. - Bxb2 23.Bb4 Bb5 24.Hd2 Be5 25.Hxd6 a3 26.Bxa3 Hxa3 27.Hd5 með jafnri stöðu.

22. - Bd4+ 23.Kh1 Bc2 24.Ha1 Kg7! (24. - Bxb2? 25.Ha2 a3 26.Hxb2! og vinnur) 25.Bd5 Bxb2 26.He1 a3 27.Ba2 b5 og hvítur gafst upp.

kveinys-jonviktor5.jpg

Ekkert er hægt að gera við áætluninni Ha4,b4,b3 og svartur vinnur. Mjög stílhrein og vel tefld skák hjá Jóni Viktori.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband