27.10.2008 | 23:34
Aloyzas Kveinys - Jón Viktor
Jón Viktor tefldi vel allt mótið, en besta skák hans var trúlega á móti hinum öfluga Kveinys frá Lettlandi.
GM Aloyzas Kveinys 2533 (Vilnius Chess-Bridge Club)
IM Jón Viktor Gunnarsson 2430 (Taflfélag Bolungarvíkur)
Drottningarpeðsbyrjun sem þróast út í Sikileyjarvörn - Maroczy Bind
1.d4 Rf6 2.Rf3 g6 3.c4 c5 4.Rc3
Kveinys vill greinilega ekki hleypa Jóni Viktori í Benkö bragðið.
4. - cxd4 5.Rxd4 Rc6 6.e4 d6 7.Be2 Rxd4 8.Dxd4 Bg7 9.Be3 0-0 10.Dd2
Kveinys hafði teflt þessa stöðu tvisvar áður (Malisauskas 1998 og Tiviakov 2002). Báðar þær skákir enduðu með jafntefli. Jón Viktor velur núna óalgengt framhald sem hann sagðist hafa skoðað á eldhúsborðinu nokkrum mánuðum áður.
10. - a5!? 11.0-0 a4 12.f3 Da5 13.Hab1
Hugsanlega var betra að staðsetja hrókinn á c1. Þá á svartur t.d. ekki Bxa2 eins og kom upp í skákinni. En hugsanlega hefur Jón Viktor þá ætlað sér að leika 10. - Be6 (10.-Bd7 11.c5!) 11.Rd5 Dxd2 12.Rxe7+ Kh8 13.Bxd2 Hfe8 14.Rd5 Rxd5 15.cxd5 Bxd5 16.Bb5 og þá má leika He5 og svartur virðist mega vel við una.
13. - Be6 14.Rd5 ?!
Trúlega var 14.Hfc1 ráðlegra. Svartur kemur sér samt þægilega fyrir í þeirri stöðu með 14. - Hfc8 og þrýstir á c4 peðið.
14. - Dxd2 15.Rxe7+ Kh8 16.Bxd2 Hfe8 17.Rd5 Rxd5 18.cxd5 Bxd5
Þessi peðsvinningur til baka er þekktur í áþekkum stöðum. Núna er einungis spurning um hvernig spilast úr þessari stöðu.
19.Bb5
Hugsanlega var 19.a3 Ba2 20.Ha1 Bb3 21.Hab1 betra, en hvítur verður samt í eilífðar vandamálum með veik peðin á a3 og b2.
19. - Bxa2 20.Bxe8 (20.Ha1 He5) Bxb1 21.Bxf7 Bd3 22.Hd1
Sennilega hefur Kveinys verið að leita eftir einhverri leikjaröð sem notfærir sér mát með tveim biskup ef svartreita biskup svarts hverfur af skálínunni h8-a1, eins og 22. - Bxb2 23.Bb4 Bb5 24.Hd2 Be5 25.Hxd6 a3 26.Bxa3 Hxa3 27.Hd5 með jafnri stöðu.
22. - Bd4+ 23.Kh1 Bc2 24.Ha1 Kg7! (24. - Bxb2? 25.Ha2 a3 26.Hxb2! og vinnur) 25.Bd5 Bxb2 26.He1 a3 27.Ba2 b5 og hvítur gafst upp.
Ekkert er hægt að gera við áætluninni Ha4,b4,b3 og svartur vinnur. Mjög stílhrein og vel tefld skák hjá Jóni Viktori.
Meginflokkur: EM2008 | Aukaflokkur: Fjórir fræknir | Breytt 23.11.2008 kl. 23:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.