Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson er genginn til liðs við Taflfélag Bolungarvíkur úr Taflfélaginu Helli. Jóhann er ásamt Friðriki Ólafssyni sá íslenski skákmaður sem náð hefur hvað lengst. Frækilegasti árangur hans er sigur í kandidataeinvígi (sextánmanna úrslit) um heimsmeistaratitilinn við Viktor Kortsnoj árið 1988. Einvígið var teflt í St. John Kanada þegar Jói var 25 ára. Jóhann er fimmfaldur Íslandsmeistari og var í Ólympíusveitum Íslands sem náðu frábærum árangri í Dubai 1986 og Manila 1992 (5. og 6.sæti). Jóhann er með 2596 skákstig og er stigahæsti íslenski skákmaðurinn. Hann varð alþjóðlegur meistari árið 1984 og stórmeistari árið eftir. Jóhann hefur náð hæst 2640 elóstigum árið 2003-2004.
Taflfélag Bolungarvíkur býður Jóhann velkominn í hópinn !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.