Nokkur orð eftir 3. umferð alþjóðlega mótsins

Þetta verður í styttra lagi í kvöld þar sem ég er einn heima með tvö eldri börnin. Sendi konuna til Svíþjóðar með það yngsta. Vil nota tækifærið og þakka tengdó kærlega fyrir að hugsa um börnin allan sunnudaginn og talsvert í dag líka. Það er gott að eiga góða að, munið það góðir hálsar!

Jón Viktor er greinilega ákveðinn í að næla sér í áfanga, orðinn einn efstur með fullt hús og lagt tvo vini sína að velli. Hann er reyndar pínu óheppinn í 4. umferð því hann mætir ekki stórmeistara. Til þess að ná áfanga að stórmeistaratitli þarf að mæta öllum þrem stórmeisturunum í mótinu og líklega ná 7 vinningum af 9. Spurning hvort 6,5 gætu dugað. En Jón á samt enn mjög góða möguleika á að mæta þeim öllum.

Bragi, Björn og Dagur eru allir með 2 vinninga þannig að þeir eiga líka allir ágæta möguleika á stórmeistaraáfanga. Ingvar er sömuleiðis með tvo vinninga og því í góðum málum með að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Það eru minni kröfur til að ná þeim áfanga.

Þetta skýrist væntanlega allt betur eftir morgundaginn. Þá verða komnar skýrari línur í hverjir eiga raunhæfa möguleika á að krækja í áfanga. Gert er ráð fyrir að sýna nokkrar skákir í beinni útsendingu á netinu frá og með morgundeginum. Það jafnast samt ekkert á við að mæta á staðinn og sjá kappanna í eigin persónu.

Bestu kveðjur,

Gummi

 

skak.is

Chess results

Útgáfufélagið Sögur er styrktaraðili mótsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar get ég séð skákir í beinni útsendingu?

Gísli Magnússon (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband