Spennan magnast

Þá eru línur örlítið teknar að skýrast. Jón Viktor er efstur með 4 vinninga af 5 og þarf hann því 3 vinninga úr síðustu 4 skákunum til að ná áfanga að stórmeistaratitli. Hann fær Ivanov með hvítu í næstu umferð og mun án efa tefla til vinnings. Bragi er hálfum vinning á eftir og því aðeins brattari brekka framundan fyrir hann. Bragi hefur hins vegar átt fínar skákir, t.d. vann hann Þröst nokkuð sannfærandi. Hann hefur hvítt á Miezis í 6. umferð og mun væntanlega tefla til sigurs eins og Jón Viktor. Bæði Bragi og Jón verða samt ennþá í möguleikum ef þeir gera jafntefli þannig að þeir munu passa sig á að taka ekki óþarfa sénsa á móti stórmeisturunum.

Ingvar heldur áfram að koma skemmtilega á óvart og og þarf líklega 2,5 vinning úr síðustu 4 skákum til að ná áfanga að alþjóðlegum titli. Þettu verður hins vegar mjög langur dagur hjá honum á morgun þar sem hann teflir líka í Haustmóti TR. Það er rétt að hvetja skákáhugamenn að kíkja við í Skákhöll TR annað kvöld. Flott mót í gangi þar.

Dagur og Jakob Vang Glud eiga ennþá möguleika á áföngum en það eru eiginlega bara fræðilegir möguleikar sýnist mér. Svo er ekki hægt að útiloka Róbert reynslubanka Lagerman. Sá banki verður seint gjaldþrota!

Nánari úrslit má finna á tenglunum hér að neðan og svo eru beinu útsendingarnar komnar í gang. Einnig er hægt að finna pgn skrár með skákum fyrstu umferða.

Sjáumst í Síðumúla 37!

Gummi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband