23.9.2009 | 22:52
Allra augu á Hellismönnum
Ég var reyndar nokkuð bjartsýnn framan af í seinni skákinni í dag hjá Jóni. Hann tefldi Benko sem hann þekkir mjög vel og mér fannst hann vera að ná fínni stöðu. En svipað og á móti Gumma Gísla í Landsliðsflokknum gerðist allt í einu eitthvað og Jón sat uppi með tapað tafl.
Dagur teflir eiginlega aðeins of skemmtlega þessa dagana. Þetta er allt fyrir augað en úrslitin því miður ekki eftir því. Hann sagði mér áðan að þetta hefði eiginlega byrjað í sumar í mótinu í Kanada. Þó vann hann stórmeistara með glæsilegum fórnum og eftir það væru bara allar skákir þannig!
Dóri hefur líka skemmt áhorfendum vel, þ.e. þeim sem hafa mætt til að horfa. Skákstjórarnir ættu kannski að íhuga að setja hann á sýningarborð svo Snorri og Steini geti séð snilldina hans Dóra
Maður mótsins er klárlega Ingvar Þór Jóhannesson. Hann hleypur á milli húsa og teflir eins og engill! Ég er nokkuð viss um að hann þurfi 1,5 vinning úr skákunum á morgun til að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Í fyrri umferðinni á morgun hefur hann hvítt gegn Jakob Vang Glud. Ef hann vinnur hana tel ég víst að andstæðingurinn í seinni umferðinni verði alveg til í stutt jafntefli. Ingvar mun því án efa leggja allt í sölurnar til að vinna Jakob, hann fær varla betra tækifæri til að krækja í áfangann!
Ég held að það sama gildi um Róbert Lagerman. Hann er með 4 vinninga eins og Ingvar og ég hugsa að hann þurfi því líka 1,5 vinning á morgun til að ná áfanganum. Hann hefur svart í fyrri skákinni á móti Ivanov. Jafntefli væru fín úrslit fyrir Róbert. Þá fengi hann væntanlega hvítt í síðustu skákinni og getur þá teflt hana til sigurs á móti veikari andstæðingi en Ivanov. Ég tippa á stutt jafntefli!
Jæja, nú er færslan er orðinn aðeins lengri en ég ætlaði mér. En þá er ekkert eftir nema hvetja Hellismennina tvo til dáða.
ÁFRAM INGVAR!!! ÁFRAM RÓBERT!!!
Kv, Gummi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.