Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Tímaritið Skák
Nú er ég stoltur af ykkur Bolvíkingum, að ætla að fóstra tímaritið Skák um tíma. Mér finnst þetta frábært hjá ykkur, enda hefur mér fundist ég hálfvængbrotinn síðan Skák hætti að koma út. Mér fannst það lélegt af eina kvenforseta okkar í skákhreyfingunni, Guðfíði Lilju Grétarsdóttur, að reyna ekki til þrautar að halda útgáfunni áfram. Þetta framtak ykkar er stórt skref í rétta átt og óska ég ykkur góðs gengis með það. Matthías Kristinsson
Matthías Kristinsson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 15. maí 2009
Vangaveltur um deildarkeppni skákfélaga
Nú er lokið deildarkeppni skákfélaga með sigri ykkar Bolvíkinga í 1. deild, en því miður get ég hvorki óskað ykkur til hamingju eða klappað ykkur lof í lófa fyrir það, þar sem ég get ekki séð að nokkur Bolvíkingur hafi teflt ofar en á 3. borði í 3. deild, sem var næstneðsta deildin í keppninni. Aðrir keppendur þar fyrir ofan voru erlendir stórmeistarar og íslenskir aðkomuskákmenn, sem báru Ægishjálm yfir aðra keppendur. Þetta fyrirkomulag þykir mér miður, enda hef ég fleiri bönd til Bolungarvíkur en hjónabandið og hef aldrei vitað annað en að Bolvíkingar hafi alla tíð verið bæði dugandi og fullsæmdir af eigin verðleikum. Svo mun og verða áfram, þó að mér finnist að hér hafi fremur ráðið kapp en forsjá og ekki verið vel að verki staðið. Eða hvað fyndist ykkur um það ef eitthvert félagið tefldi fram tölvum á öllum borðum í þeim tilgangi einum að ná fram sigri á andstæðingum sínum? Væri það réttlátt gagnvart öðrum, sem vilja láta reyna á hæfileika sína á jafnréttisgrundvelli? Svo mun væntanlega ekki vera, og ættuð þið því að hyggja vel að því hvernig þið varðið veginn í framtíðinni. Að leggja grunn að sigrum sínum með eigin afrekum er sú sæmd sem allir ættu að keppa að. Það getið þið líka! Svo óska ég ykkur góðs í framtíðinni og vona að þið takið það sem vinarbragð hjá þeim sem til vammsins segir. Matthías Kristinsson
Matthías Kristinsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 25. mars 2009