Opna Gíbraltarmótið

 

Gíbraltar

 

Opna Gíbraltarmótið fer fram dagana 24.janúar til 3.febrúar næstkomandi.  Þetta er eitt flottasta opna skákmót ársins með góðum aðstæðum og háum verðlaunum. Félagar okkar þeir Þröstur Þórhallsson og Stefán Kristjánsson hyggjast taka þátt í mótinu og tilvalið fyrir menn, sem hafa tækifæri á, að skella sér með þeim. Eins og fyrr segir þá eru aðstæður mjög góðar í mótinu og reikna má með að hitastig á þessum tíma á Gíbraltar sé 15-17 gráður. Golfvellir í nágrenninu og tilvalið að sameina smá vetrarfrí og skák. Mörg þekkt nöfn eru á þátttakendalistanum m.a. Vassily Ivanchuk og hin nýkrýndi heimsmeistari kvenna Hou Yifan.  Mótið er opið öllum og verðlaun í hinum ýmsu stigaþrepum.

Sjá nánar á heimasíðu mótsins: http://www.gibraltarchesscongress.com/gib2011/index.html

Einnig getur Þröstur gefið ykkur góð ráð: throstur@austurbaer.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband