1.7.2011 | 10:42
Taflfélag Bolungarvíkur fer á EM félagsliða í Slóveníu
Taflfélag Bolungarvíkur fer á EM félagsliða sem haldið er í heilsubænum Rogaka Slatina í Slóveníu dagana 24.september til 2.október n.k.. TB hefur tvisvar áður keppt á EM. Árið 2008 lentum við í 36.sæti og árið 2009 í því 25. Stefán Kristjánsson, Bragi Þorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson, Þröstur Þórhallsson, Dagur Arngrímsson og Guðmundur Gíslason hafa allir gefið jákvætt svar um þátttöku. Taflfélagið Hellir mun einnig taka þátt. Síðast var TB efsta norrænna taflfélaga, munum við leika það aftur eftir ?
Heimasíða mótsins: http://ecc2011.sahohlacnik.com/
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.