4.9.2011 | 23:32
Bolvíkingar unnu borgarbúa
Taflfélög Bolungarvíkur og Reykjavíkur áttust við í undanúrslitum hraðskákkeppni taflfélaga í kvöld (sunnudaginn 4. sept.). Ætlun okkar var að mæta með okkar sterkasta lið en á síðustu stundu forfölluðust Jón L og Stefán Kristjáns, auk þess sem Dagur og Elvar áttu ekki heimangengt. Arsenal tvíeykið og eðal Bolvíkingarnir Magnús Pálmi og Halldór Grétar komu í þeirra stað. Hjá TR vantaði einna helst Snorra Bergsson, sem einnig er Arsenal maður. Ég hef svo sem enga hugmynd af hverju hann komst ekki en mér finnst vel skiljanlegt að Nallarar séu hikandi við að láta sjá sig á mannamótum þessa dagana.
En hættum þessari stríðni og snúum okkar að skákinni. Við vorum með aðeins sterkara lið á pappírunum en þó var ljóst að brugðið gat til beggja vona. Eftir 3 umferðir höfðu sveitirnar unnið sitt hvora viðureignina og gert eitt jafntefli. Staðan 9-9. Þá náðum við hins vegar að síga framúr og í 6. umferð unnum við stórsigur 4,5-1,5 sem þýddi að við leiddum 21-15 í hálfleik. Við byrjuðum seinni hálfleikinn af krafti og eftir 9 umferðir höfðum við náð 11 vinninga forskoti og ljóst að mikið þyrfti að ganga á til að við myndum tapa viðureigninni. TR náði einum vinningi til baka í síðustu umferðinni og lokatölur 41-31 fyrir Íslandsmeistarana frá Bolungarvík.
Þröstur, Bragi og Jón Viktor fóru fyrir okkar mönnum en einnig átti Magnús Pálmi sterka innkomu. Hjá TR fór Daði Ómars á kostum og var t.d. ekki nema 3 mínútur að pakka mér saman í lokaumferðinni. Helgi Áss var sterkur framan af en gaf aðeins eftir í seinni umferðinni. Við þökkum TR kærlega fyrir skemmtilega viðureign og góðar móttökur. Nú bíðum við bara spenntir eftir hverjir verða andstæðingar okkar í úrslitunum.
Guðmundur Daðason, liðsstjóri.
Árangur Bolvíkinga:
Þröstur Þórhallsson 9 af 11
Bragi Þorfinnsson 9 af 12
Jón Viktor Gunnarsson 9 af 12
Jóhann Hjartarson 7 af 12
Magnús Pálmi Örnólfsson 5 af 12
Halldór Grétar Einarsson 2 af 12
Guðmundur Daðason 0 af 1
Árangur TR inga:
Daði Ómarsson 9 af 12
Helgi Áss Grétarsson 8 af 12
Arnar Gunnarsson 5 af 11
Guðmundur Kjartansson 5 af 12
Torfi Leósson 3 af 12
Júlíus Friðjónsson 1 af 5
Björn Jónsson 0 af 1
Eiríkur Björnsson 0 af 1
Ríkharður Sveinsson 0 af 6
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.