27.9.2011 | 10:20
Taflfélag Bolungarvíkur - Íslandsmeistarar taflfélaga 2011
Frétt af Skák.is 15.9.2011: Taflfélag Bolungarvíkur vann öruggan sigur á Taflfélaginu Helli í úrslitum keppninnar sem fram fór í kvöld í Hellisheimilinu. Lokatölur urðu 42-30 fyrir gestunum. Það var fljótlega ljóst hvert stefndi en Bolvíkingar náðu strax forystu í fyrstu umferð og unnu allar viðureignir fyrri hlutans! Staðan í hálfleik 25,5-10,5. Þeir slökuðu svo heldur á síðari í hlutanum og þar höfðu Hellismenn örlítið betur. Þetta er í annað skiptið sem Bolvíkingar hampa titlinum en þeir unnu einnig keppnina 2009.
Guðmundur Daðason tók í leikslok kampakátur við bikarnum úr höndum Vigfúsar formanns Hellis. Stefán Kristjánsson var bestur Bolvíkinga en Sigurbjörn J. Björnsson var bestur Hellismanna. Bæði félögin taka þátt í EM taflfélaga sem hefst 25. september nk.
Myndir af meisturunum væntanlegar.
Árangur Bolvíkinga:
- Stefán Kristjánsson 8,5 v. af 12
- Þröstur Þórhallsson 8 v. af 12
- Jóhann Hjartarson 7,5 v. af 12
- Bragi Þorfinnsson 7 v. af 11
- Jón Viktor Gunnarsson 6 v. af 12
- Jón L. Árnason 5 v. af 10
- Guðmundur Daðason 0 v. af 1
- Halldór Grétar Einarsson 0 v. af 2
Árangur Hellisbúa:
- Sigurbjörn Björnsson 8,5 v. af 12
- Hjörvar Steinn Grétarsson 8 v. af 12
- Björn Þorfinnsson 6,5 v. af 12
- Davíð Ólafsson 4,5 v. af 12
- Rúnar Berg 1 v. af 4
- Róbert Lagerman 0,5 v. af 9
- Omar Salama 1 v. af 9
- Gunnar Björnsson 0 v. af 1
- Vigfús 0 v. af 1 v.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.