Tvíburar ættaðir úr Bolungarvík að gera það gott í skákinni

 

Birkissynir

Tvíburarnir Bárður Örn og Björn Hólm Birkissynir hafa verið að gera það gott í skákinni á þessu ári. Afi þeirra er Bárður Guðmundsson dýralæknir frá Hóli sem er föðurbróðir Magnúsar Pálma. Einnig er Freyja systir þeirra bræðra mjög efnileg og það eru líka tveir synir Magnúsar Pálma og ein dóttir hans. Það eru því greinilega römm skákgen sem koma frá Hóli !

Meðal árangra þeirra bræðra á þessu ári má nefna:

Opna tékkneska meistaramótið í júlí:
D-flokkur
1. Björn Hólm Birkisson hækkaði um 48 stig
4. Bárður Örn Birkisson hækkaði um 94 stig

Meistarmót Hugins í ágúst:
1.sæti unglingaflokkur: Björn Hólm Birkisson hækkaði um 63 stig
3.sæti unglingaflokkur: Bárður Örn Birkisson hækkaði um 29 stig

Haustmót TR í október:
C-flokkur
1. Bárður Örn Birkisson hækkaði um 71 stig
B-flokkur
2. Björn Hólm Birkisson hækkaði um 133 stig

Skákþing Garðabæjar í nóvember:
2. Bárður Örn Birkisson hækkaði um 117 stig
9. Björn Hólm Birkisson hækkaði um 70 stig

Afreksmörk Skáksambandsins fyrir 14 ára drengi eru 1950 stig og þeir bræður stefna hraðbyri þangað. Björn líklega með 1926 og Bárður með 1853.

Auk þess hafa bræðurnir unnið fjöldan allan af unglingamótum og skákæfingum í haust. Það verður gaman að fylgjast með þeim eftir áramótin. Framfarir þeirra eru ævintýri líkast.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband