25.4.2008 | 18:15
Pistill föstudags
Áfram var teflt í blíðviðrinu í Bolungarvík í dag. Keppendur vakna snemma og byrja svo að tefla kl 9:00. Í dag var kjúklingur í matinn og metaðsókn hjá Rögnu í Einarshúsinu. Mótmælastaða var við ráðhúsið kl 12:00 til að mótmæla stjórnarskiptum í Bolungarvík, en ekki gafst keppendum tími til þess að vera viðstaddir :)
Núna er klukkan rúmlega sex og keppendur farnir í kvöldmat og að því loknu verður farið í sund og nýja rennibrautin prufukeyrð. Þeir fullorðnu sem kunna mannganginn eru boðnir til Magga Sigurjóns í "mentu" í kvöld.
Eldri flokkur:
Patrekur Maron heldur áfram sigurgöngu sinni og er kominn með mjög vænlega stöðu. Hallgerður Helga vann allar sínar skákir í dag og deilir öðru sætinu ásamt Jóhann Óla. Svanberg var með hreint borð eftir gærdaginn plús eina frestaða skák og hefði því getað veitt Patreki keppni. En tap fyrir Patreki í dag og tvö jafntefli veldur því að hann er í 4.-6. ásamt Jökli og Herði Aron. Nokkrar athyglisverðar skákir voru tefldar í 5.umferð og bar þar hæst glæsileg björgun Svanbergs á móti Jóhanni Óla.
Yngri flokkur:
Keppni hefur heldur betur jafnast í yngri flokki og Friðrik Þjálfi er nú í þriðja sæti eftir tvö jafntefli í dag. Efsta sætið hafa Mikael Jóhann og Dagur Andri hertekið. Einungis munar þó hálfum vinningi og útlit er fyrir spennandi keppni til loka móts. Í fimmtu umferð átti Guðmundur Kristinn Lee fín tilþrif á móti Friðriki Þjálfa og greinilegt að hann hefur næmt auga fyrir fléttum.
Búið er að taka þónokkuð af myndum, en vegna tæknilegra örðugleika þá hefur ekki tekist að dæla af henni. Vonandi koma einhverjar myndir á morgun :)
Skákir úr 1.umferð: http://install.c.is/skolaskak2008/1/tfd.htm
Skákir úr 2.-3.umferð: http://install.c.is/skolaskak2008/2til3/tfd.htm
Skákir úr 4.-6.umferð: http://install.c.is/skolaskak2008/4til6/tfd.htm
Flokkur: Skólaskák 2008 | Breytt 26.10.2008 kl. 03:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.