12.9.2008 | 01:59
Frćkinn sigur Taflfélags Bolungarvíkur á Taflfélaginu Helli í undanúrslitum Hrađskákkeppni Taflfélaga !
Taflfélag Bolungarvíkur vann frćkinn sigur á Taflfélaginu Helli í mögnuđum undanúrslitaleik sem fram fór í húsnćđi SÍ í kvöld. Lokatölur urđu 37-35 Bolvíkingum í vil en jafnt var í hálfleik 18-18 og aftur jafnt 30-30 ţegar tveimur umferđum var ólokiđ. Bolvíkingar unnu nćstsíđustu viđureignina 4-2 og náđu svo jafntefli í ćsispennandi lokaviđureign 3-3 sem tryggđi sigurinn. Jón Viktor Gunnarsson og Bragi Ţorfinnsson drógu vagninn fyrir Bolvíkinga en frammistađa Elvars Guđmundssonar var einnig mjög góđ. Framstađa Hellismanna var mun jafnari en ţar fengu Jóhann Hjartarson og Ingvar Ţór Jóhannesson flesta vinninga.
Í hinni undanúrlitaviđureigninni vann Taflfélag Reykjavíkur öruggan sigur á Skákfélagi Akureyrar 53-19.
Ţađ verđa ţví Íslandsmeistararnir í Taflfélagi Reykjavíkur sem etja kappi viđ Taflfélag Bolungarvíkur í Bakkavíkursalnum föstudagskvöldiđ 19.september n.k. Úrslitaviđureignin er hluti af Hrađskákhátíđ á Bolungarvík sem fram fer ţá helgi. Á laugardeginum verđur svo Íslandsmótiđ í hrađskák einstaklinga haldiđ á sama stađ. Núverandi Hrađskákmeistari Íslands er Arnar Gunnarsson Taflfélagi Reykjavíkur.
Árangur Bolvíkinga:
* Jón Viktor Gunnarsson 10 v. af 12
* Bragi Ţorfinnsson 10 v. af 12
* Elvar Guđmundsson 7 v. af 12
* Jón L. Árnason 6 v. af 12
* Dagur Arngrímsson 2 v. af 11
* Guđmundur S. Gíslason 2 v. af 12
* Halldór Grétar Einarsson 0 v. af 1
Árangur Hellisbúa:
* Jóhann Hjartarson 7 v. af 11
* Ingvar Ţór Jóhannesson 7 v. af 12
* Róbert Lagerman 6 v. af 9
* Björn Ţorfinnsson 5˝ v. af 12
* Sigurbjörn Björnsson 4 v. af 10
* Magnús Örn Úlfarsson 3 v. af 10
* Hjörvar Steinn Grétarsson 2 v. af 4
* Sigurđur Dađi Sigfússon ˝ v. af 4
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.