22.9.2008 | 02:05
Golf-Hraðskákmót Íslands 2008
Sigurbjörn Björnsson Golf-Hraðskákmeistari Íslands 2008
Í fyrra var bryddað upp á því að halda golfmót í framhaldi af Hraðskákmóti Íslands. Það vakti mikla lukku og var því ákveðið að endurtaka leikinn í ár. Keppt var á Syðridalsvelli og var mótið innifalið í Golfveislu Sparisjóðsins. Hjá mörgum er golfmótið aðalatriðið og sá sem vinnur það fær nafnbótina "Golf-Hraðskákmeistari Íslands". Í fyrra vann Arnaldur Loftsson Taflfélaginu Helli góðan sigur og hann var mættur í ár til að freista þess að verja titilinn. Leikar fóru samt þannig að Sigurbjörn Björnsson Taflfélaginu Helli kom sá og sigraði. Úrslitin urðu eftirfarandi (vallarforgjöf í sviga):
1. Sigurbjörn Björnsson Taflfélaginu Helli (23) 30 punktar
2. Unnsteinn Sigurjónsson Taflfélagi Bolungarvíkur (10) 27 punktar
3. Páll Sigurðsson Taflfélagi Garðabæjar (19) 26 punktar
4. Sigurður Ólafsson Taflfélagi Bolungarvíkur (16) 21 punktar
5. Jón L Árnason Taflfélagi Bolungarvíkur (33) 20 punktar
6. Halldór Grétar Einarsson Taflfélagi Bolungarvíkur (17) 19 punktar
7. Arnaldur Loftsson Taflfélaginu Helli (17) 16 punktar
8. Árni Ármann Árnason Taflfélagi Bolungarvíkur (38) 16 punktar
9. Ólafur Ásgrímsson Skáksambandi Íslands (38) 15 punktar
Sjá nánar á golf.is -> Mótaskrá -> Golfklúbbur Bolungarvíkur
Flokkur: Hraðskákmót Íslands 2008 | Breytt 26.10.2008 kl. 03:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.