Dagur Arngrímsson Taflfélagi Bolungarvíkur međ stórmeistaraáfanga

dagur_arngrimsson_i_budapest2.jpg

 

Dagur Arngrímsson (2392) Taflfélagi Bolungarvíkur gerđi jafntefli viđ kúbverska alţjóđlega meistarann Fidel Corrales Jimenez (2552) í níundu og síđustu umferđ alţjóđlegs móts í Harkany í Ungverjalandi.  Međ ţví tryggđi Dagur sér sinn fyrsta áfanga ađ stórmeistaratitli!  

Árangur Dags svarar til 2628 stiga og hćkkar hann um 27 stig fyrir frammistöđuna. Jón Viktor Gunnarsson og Bragi Ţorfinnsson félagar í Taflfélagi Bolungarvíkur tóku einnig ţátt í mótinu ásamt Guđmundi Kjartanssyni úr Taflfélagi Reykjavíkur. Jón Viktor og Bragi stóđu sig ţokkalega og Guđmundur Kjartansson náđi áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli.

Ţetta er ţriđja mótiđ í ţessari ferđ sem ţeir félagar taka ţátt í međ styrk frá Taflfélagi Bolungarvíkur. Fyrsta mótiđ var Evrópumót Taflfélaga í Grikklandi  17.-23.október. Ţar náđi Guđmundur Gíslason frá Ísafirđi áfanga ađ alţjóđlegum áfanga og sveit Taflfélags Bolungarvíkur í 36.sćti af 64 sveitum. Annađ mótiđ var First Saturday í Búdapest í Ungverjalandi 1.-12.nóvember. Í ţví móti lenti Jón Viktor í sjötta sćti og hćkkađi ţó nokkuđ ađ stigum.  Mótiđ sem var ađ klárast í gćr fór fram dagana 14.-22.nóvember. Ţetta er ţví búin ađ vera ţétt törn hjá félagsmönnum í Taflfélagi Bolungarvíkur og skilađ góđum árangri.

Dagur og Jón Viktor halda nú til Belgrad í Serbíu ţar sem ţeir tefla á alţjóđlegu skákmóti ásamt Guđmundi Kjartanssyni og  Snorra G. Bergssyni úr Taflfélagi Reykjavíkur.   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband