EM félagsliða - 4.umferð

ohrid-2.jpgÍ dag er það hollenska sveitin LSG sem eru andstæðingar okkar. Samkvæmt stigum þá er um hnífjafnar viðureignir á fyrstu fjórum borðunum að ræða og svo aðeins á brattan að sækja á tveim neðstu. Ef vel er að gáð þá má sjá bolvísku sveitina á þessari mynd ofarlega til hægri, Jón Viktor í þverröndóttum bláum og hvítum bol  Smile

Töpuðum með minnsta mun, þetta féll ekki okkar meginn í dag, en þá eigum við bara lukkudísirnar inni fyrir næstu umferðir.  

 

Bo.32NED  LSGRtg-41ISL  Chess Club BolungarvikRtg3½:2½
20.1IMDe Jong Jan-Willem2462-IMGunnarsson Jon Viktor2462½ - ½
20.2IMVan Haastert Edwin2413-IMArngrimsson Dagur2396½ - ½
20.3FMBosman Michiel2356-IMThorfinnsson Bragi2360½ - ½
20.4FMWantola Ivo2344- Gislason Gudmundur2348½ - ½
20.5FMVan Wessel Rudy2340- Halldorsson Gudmundur22291 - 0
20.6 Coene Igor2193- Arnalds Stefan2002½ - ½

 


EM félagsliða - 3.umferð

ohrid.jpgFínn sigur vannst í dag á sveit frá Cardiff í Wales.  Jón Viktor Gunnarsson, Dagur Arngrímsson, Bragi Þorfinnsson og Guðmundur Gíslason unnu. Guðmundur Halldórsson gerði jafntefli en Stefán Arnalds tapaði.  Guðmundur Gíslason fer mikinn í mótinu og hefur hlotið 2½ vinning.  Við erum með 2 stig og 9 vinninga og erum í 35. sæti.  Þýska sveitin OSG Baden-Baden leiðir á mótinu.

EM félagsliða er háð í Ohrid í Makedóníu

Bo.41ISL  Chess Club BolungarvikRtg-49WLS  Cardiff Chess ClubRtg4½:1½
25.1IMGunnarsson Jon Viktor2462-IMCobb Charles A23981 - 0
25.2IMArngrimsson Dagur2396- Trevelyan John21661 - 0
25.3IMThorfinnsson Bragi2360- Brown Thomas20511 - 0
25.4 Gislason Gudmundur2348- Summers Charles19551 - 0
25.5 Halldorsson Gudmundur2229- Wagner Guy1904½ - ½
25.6 Arnalds Stefan2002- Harle Bill00 - 1

 


EM félagsliða - 2.umferð

Í dag mánudag teflum við við finnsku sveitina Etela-Vantaan Shakk. Hún er svipuð að styrkleika og okkar sveit. Kl 17:30 er staðan 3-2 fyrir Finnana og Dagur er að reyna að vinna sína skák. Gummi og Stebbi eru hetjurnar okkar í dag og unnu glæsilega. Vonandi nær Dagur að kreysta fram vinning.

Kl 18:25: Viðureignin endaðí með því að finnska sveitin vann með minnsta mun. Þetta var keppni tveggja jafnra sveita og lenti þetta þeirra megin í dag. Við höldum bara okkar striki og það mun skila okkur sigrum. Þetta er bara eins og í öllu, halda einbeitningunni út í gegn og þá mun árangurinn skila sér !

2.2640Etela-Vantaan Shakki - 2½41Chess Club Bolungarvik
1IMSepp Olav24421 : 0IMGunnarsson Jon Viktor2462
2FMKokkila Tero2342½ : ½IMArngrimsson Dagur2396
3FMKoskinen Henri    2297 1 : 0
IMThorfinnsson Bragi2360
4FMSalo Heikki22770 : 1 Gislason Gudmundur2348
5 Alava Mikko22041 : 0 Halldorsson Gudmundur2229
6 Vihinen Teemu21500 : 1 Arnalds Stefan2002

 


EM félagsliða - 1.umferð

1.umferðin byrjar í dag kl 13:00 að íslenskum tíma  (15:00 í Ohrid í Makedóníu). Tefldar eru sjö umferðir næstu sjö daga og byrja allar umferðirnar á sama tíma.  Bolvíkingar fá sterka tékkneska sveit í fyrstu umferð.

 

Úrslitin eru komin:

41ISL  Chess Club BolungarvikRtg-14CZE  1. Novoborsky SKRtg 1:5
IMGunnarsson Jon Viktor2462-GMLaznicka Viktor2634  0:1
IMArngrimsson Dagur2396-GMStocek Jiri2582  0:1
IMThorfinnsson Bragi2360-GMHaba Petr2541 ½:½
 Gislason Gudmundur2348-GMCvek Robert2518 ½:½
 Halldorsson Gudmundur2229-IMSimacek Pavel2499  0:1
 Arnalds Stefan2002-IMKlima Lukas2430  0:1

Fín úrslit og ágætis byrjun. Bragi heldur áfram sínu góða formi og Gummi Gísla vill væntanlega endurtaka góðan árangur frá því í fyrra. Jón Viktor og Stebbi voru að sögn báðir klaufar/óheppnir að tapa sínum skákum. Með góðar stöður en léku af sér í tímahraki í kringum 40. leik.

oc04.jpgoc14.jpg


EM taflfélaga að hefjast

Dagana 4.-10. október fer fram Evrópumót félagsliða í Ohrid í Makedóníu. Taflfélag Bolungarvíkur teflir fyrir Íslands hönd. Lið TB er svona skipað:

JonViktor

 

1. AM Jón Viktor Gunnarsson 2462

 

 

 

dagur arngrimsson i budapest2

 

 

2. AM Dagur Arngrímsson 2396

 

 

bragi orfinnsson 867644

 

3. AM Bragi Þorfinnsson 2360

 

 

 

gummigislaem.jpg

 

 

4. Guðmundur Stefán Gíslason 2348

 

 

gummihalldorsem.jpg

 

 

5. Guðmundur Halldórsson 2229

 

 

 

StefanArnalds

 

 

6. Stefán Arnalds 2002


Íslandsmót skákfélaga - pistill frá Magnúsi Pálma

Tilefni þessarar greinar er uppgjör Gunnars Björnssonar, ritstjóra á skak.is og formanns Skáksambands Íslands, á fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga. Þar fjallar ritstjórinn af sinni alkunnu snilld um árangur einstakra liða, óvænta atburði  og ýmsar pælingar þeim tengdum. Meðal annars fjallar hann um árangur Bolvíkinga og hugsanlegar ástæður fyrir slæmu gengi. 

Í fyrsta lagi tek ég undir það með Gunnari að árangur okkar er töluvert undir væntingum. Það á sérstaklega við um tvær efstu deildirnar. Auðvitað er það þannig að það geta ekki allir unnið og sem betur fer eru gríðarlega margir sterkir skákmenn sem taka þátt í ÍS. Í þessu móti er ekkert gefið eins og úrslitin sýna. Það er fagnaðarefni.

En afhverju er árangur Bolvíkinga undir væntingum? Það er rétt hjá Gunnari að margir í okkar sveit hafa teflt mikið undanfarið. Í byrjun september stóðum við fyrir mikilli skákhátíð í Bolungarvík. Þar fór fram keppni í Landsliðsflokki, Opna Bolungarvíkurmótið, úrslitaviðureign í Hraðskákkeppni taflfélaga og að lokum Hraðskákkeppni Íslands. Hátíðin tókst vel í alla staði þó að alltaf sé hægt að gera betur.Viku eftir að skákhátíðinni lauk stóðum við fyrir alþjóðlegu skákmóti sem var haldið í Reykjavík. Eins og allir vita sem hafa unnið að skipulagningu slíkra móta þá kostar þetta bæði mikla vinnu og peninga. Við viðurkennum fúslega að við gerðum fullt af mistökum í undirbúningi og skipulagningu en á móti kemur að við erum reynslunni ríkari. Það mun koma sér vel þegar vinna hefst við næstu skákviðburði.

Stór hluti af okkar liði tók þátt í þessum mótum og það má vera að menn hafi verið þreyttir þegar ÍS hófst. Eins og Gunnar bendir á þá vorum Hellismenn líka virkir í þessum mótum og ætti því sama að eiga við um þeirra menn. Þegar á heildina er litið þá finnst mér þetta frekar ódýr afsökun fyrir slöku gengi. Algeng skýring á slöku gengi er „æfingaleysi" þannig að hver og einn verður að meta hvað hann/hún getur leyft sér að tefla mikið án þess að þreytast.

Annað atriði sem Gunnar nefnir er Ivanov málið. Við skipulagningu alþjóðlega mótsins vorum við með nokkra erlenda GM í sigtinu. Á síðustu metrunum kom í ljós að þeir forfölluðust flestir og vantaði einn erlendan GM í viðbót til að möguleiki væri á GM normi í mótinu. Ivanov var því fengin til að koma á mótið en aldrei var ætlunin að fá hann í ÍS. Þegar það lá hins vegar fyrir að hann kæmi fannst okkur að hann gæti alveg eins verið nokkra daga lengur og teflt fyrir okkur.

Síðar kom í ljós að Ivanov hefði teflt fyrir TR fyrir mörgum árum en hefði verið á lista hjá þeim síðan. Eftir að hafa skoðað málið óskuðum við eftir við SÍ að hann yrði strikaður út af okkar félagalista. TR sýndi áhuga á að nýta hann í sínu liði og höfðum við ekkert við það sem slíkt að athuga. Félögin leystu málið bara málið sín á milli í góðu með sanngjarni kostnaðarskiptingu enda samstarf félaganna gott.

Þótt mikil keppni sé um að verða Íslandsmeistarar er mikilvægt að „fair play" sé haldið í heiðri. Því fannst okkur ekki viðeigandi að setja TR skilyrði um að Ivanov tefldi ekki á móti okkur. Einnig mætti nefna að þótt Ivanov hafi unnið Miezis þá tók hann líka punkta af hinum liðunum, TR vann t.d. TV!

Gunnar kemur inn á þriðja atriðið með eftirfarandi hætti: „ Þegar Bolvíkingar fengu til liðs við sig alþjóðlegu meistarana í fyrra var það yfirlýst markmið að ná fram öflugu og öguðu liði sem myndi ávallt setja skákina í fyrsta sæti. Óvænt forföll í fjórðu umferð gætu reynst félaginu dýrkeypt í síðari hlutanum"

Í fyrri setningunni vísar Gunnar  til samnings sem við gerðum við þrjá alþjóðlega meistara, þá Dag Arngrímsson, Jón Viktor Gunnarsson og Braga Þorfinnsson. Hugmyndin var að styðja þá í atlögunni að stórmeistaratitli. Þessir samningar eru nýlunda í íslenskri skáksögu. Það er skemmst frá því að segja að við erum mjög ánægðir með samstarfið við strákana og erum mjög stoltir af þeim. Þeirra framkoma,árangur, metnaður og vinnusemi er til mikillar fyrirmyndar.

Varðandi seinni setninguna þá er varla hægt að orða hana betur. Höldum því samt til haga að þetta mál hefur ekkert með ofangreinda drengi að gera. Við í stjórn TB, okkar liðsmenn og stuðningsmenn urðu fyrir gríðarlegum vonbrigðum svo vægt sé til orða tekið. Þetta mál er auðvitað ekki fyrsta sinnar tegundar í skákheiminum. Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist í ÍS, langt frá því. Í einfeldni minni hélt ég samt að það væru breyttir tímar og menn hefðu áttað sig á að skák og áfengi eiga enga samleið. Ekki undir nokkrum kringumstæðum.  Það væri hægt að hafa mjög mörg orð um þetta mál en við látum þetta nægja í bili. Í vikunni verður stjórnarfundur hjá TB þar sem viðbrögðin verða ákveðin.

Það er þó kannski ágætt að fara yfir hvað það þýðir að fyrir einstakling að tefla í ÍS. Í fyrsta lagi er um að ræða sveitakeppni. Það þýðir að þú tilheyrir einhverri liðsheild sem stefnir að einhverju ákveðnu markmiði. Þú, ásamt hinum í liðinu, berð ábyrgð á árangrinum. Á bak við hvert lið eru stjórnarmenn í sjálfboðavinnu sem leggja á sig ómælda vinnu til að halda starfseminni gangandi. Á bak við hvert lið eru styrktaraðilar. Styrktaraðilarnir geta verið sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar sem fylgjast að sjálfsögðu með árangrinum og vilja fá upplýsingar um allt sem er í gangi. Á bak við hvert lið eru fjölskyldur sem taka óbeinan þátt í keppninni. Fjölskyldur sem færa fórnir til þess að „þeirra maður" geti teflt heila helgi. Ekki má gleyma sveitungum, fjölmiðlum og öðrum sem fylgjast með mótinu.

Það er því ekki nema sanngjörn krafa frá öllum þessum aðilum að hver og einn geri sitt besta. Tala nú ekki um þá sem fá borgað fyrir að tefla. Að sjálfsögðu geta komið upp óviðráðanlegar aðstæður sem verða til þess að menn geta ekki teflt fyrir sitt lið. Allir hafa skilning á því og málin eru leyst.

Hver fullorðinn einstaklingur sem tekur þátt í ÍS, tala nú ekki um sterkustu skákmenn þjóðarinnar, er fyrirmynd. Fyrirmynd barnanna sem taka þátt og fylgjast með ÍS. Það er mikið ábyrgðarhlutverk að vera fyrirmynd og ber að umgangast samkvæmt því.

Nú eru tveir dagar liðnir frá því fjórða umferðin var tefld. Það þarf vart að taka það fram að ég hef fengið fyrirspurnir frá öllum þessum aðilum um þetta atvik. Ég svara samkvæmt sannleikanum enda er það eini og besti leikurinn í stöðunni. Það er ekki gaman og í raun algjörlega óþolandi og ólíðandi að flytja þeim þessi tíðindi. Þetta er staða sem ég vil ekki sjá á mínu borði aftur.

Ég reyndar trúi því að allir þeir sem bera hag skákhreyfingarinnar fyrir brjósti hljóti að vera mér sammála. Skáksamband Íslands hefur nýverið ályktað um þessi mál. Inntakið er einfaldlega það að skák og vímuefni eru ekki í sama liði. Ég skora á alla skákmenn sem og áhugamenn um skák að bera út boðskapinn!

Magnús Pálmi Örnólfsson

Stjórnarmaður í TB og SÍ


Róbert með áfanga

 Útgáfufélagið Sögur er styrktaraðili mótsins.

 

Beinar útsendingar / Live Games

 Pörun og úrslit / Pairing and results

Skákir (pgn) / Games (pgn)

Allar skákir (pgn) / All games (pgn)

Upplýsingar / Info

skak.is 

Róbert Lagerman tryggði sér þriðja og síðasta áfangann að alþjóðlegum meistaratitli. Hann vann Jón Viktor nokkuð örugglega í lokaumferðinni. Róbert þarf nú bara að ná 2400 stigum til að verða útnefndur alþjóðlegur meistari.

Taflfélag Bolungarvíkur óskar Róberti til hamingju með glæsilegan árangur!

Mótið verður gert betur upp í næstu viku en í kvöld, föstudaginn 25. sept, hefst titilvörn Íslandsmeistaranna í Taflfélagi Bolungarvíkur. Keppt er í Íslandsmóti skákfélaga alla helgina.

Bestu kveðjur, Gummi


Vonbrigði en samt möguleikar á áföngum

Róbert Lagerman gerði stutt jafntefli við Ivanov eins og margir áttu von á. Mikil vonbrigði voru hins vegar að Ingvar Þór skyldi tapa á móti Glud. Ingvar fékk snemma erfiða stöðu og hann sá aldrei til sólar í skákinni.

Möguleikarnir eru samt ekki úr sögunni. Þeir félagar þurfa nú að vinna sínar skákir í lokaumferðinni til að ná áfanga að alþjóðlegum titli.

Nú er að fjölmenna í Síðumúla 37 og styðja við þá!

kv, Gummi

 


Allra augu á Hellismönnum

Færslan í kvöld verður stutt, ég er aðeins of svekktur með að Bragi og Jón Viktor skuli hvorugur vera í áfangaséns eftir daginn. En svona er þetta. Það er samt mikilvægt að klára mótið vel og ná aðeins að hækka á stigum.

Ég var reyndar nokkuð bjartsýnn framan af í seinni skákinni í dag hjá Jóni. Hann tefldi Benko sem hann þekkir mjög vel og mér fannst hann vera að ná fínni stöðu. En svipað og á móti Gumma Gísla í Landsliðsflokknum gerðist allt í einu eitthvað og Jón sat uppi með tapað tafl.

Dagur teflir eiginlega aðeins of skemmtlega þessa dagana. Þetta er allt fyrir augað en úrslitin því miður ekki eftir því. Hann sagði mér áðan að þetta hefði eiginlega byrjað í sumar í mótinu í Kanada. Þó vann hann stórmeistara með glæsilegum fórnum og eftir það væru bara allar skákir þannig!

Dóri hefur líka skemmt áhorfendum vel, þ.e. þeim sem hafa mætt til að horfa. Skákstjórarnir ættu kannski að íhuga að setja hann á sýningarborð svo Snorri og Steini geti séð snilldina hans Dóra Wink

Maður mótsins er klárlega Ingvar Þór Jóhannesson. Hann hleypur á milli húsa og teflir eins og engill! Ég er nokkuð viss um að hann þurfi 1,5 vinning úr skákunum á morgun til að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Í fyrri umferðinni á morgun hefur hann hvítt gegn Jakob Vang Glud. Ef hann vinnur hana tel ég víst að andstæðingurinn í seinni umferðinni verði alveg til í stutt jafntefli. Ingvar mun því án efa leggja allt í sölurnar til að vinna Jakob, hann fær varla betra tækifæri til að krækja í áfangann!

Ég held að það sama gildi um Róbert Lagerman. Hann er með 4 vinninga eins og Ingvar og ég hugsa að hann þurfi því líka 1,5 vinning á morgun til að ná áfanganum. Hann hefur svart í fyrri skákinni á móti Ivanov. Jafntefli væru fín úrslit fyrir Róbert. Þá fengi hann væntanlega hvítt í síðustu skákinni og getur þá teflt hana til sigurs á móti veikari andstæðingi en Ivanov. Ég tippa á stutt jafntefli!

Jæja, nú er færslan er orðinn aðeins lengri en ég ætlaði mér. En þá er ekkert eftir nema hvetja Hellismennina tvo til dáða.

ÁFRAM INGVAR!!!     ÁFRAM RÓBERT!!!

Kv, Gummi


Jón Viktor og Ingvar í möguleikum

Bæði Jón Viktor og Ingvar gerðu jafntefli í sínum skákum í fyrri umferð dagsins. Þeir eiga því enn möguleika á áföngum en það mun ekki ganga hjá þeim að gera bara jafntefli það sem eftir er! Þeir þurfa að halda á og pressa til sigurs. Í næstu umferð hafa þeir báðir svart, Jón Viktor gegn Silasi Lund og Ingvar á móti Birni Þorfinns.

Bragi fékk betri stöðu úr byrjuninni á móti Miezis en síðan fór hann að tefla aðeins of rólega. Kannski var það að trufla hann að vilja ekki taka of mikla áhættu því hann vildi hafa jafnteflið í bakhöndinni. Miezis náði að snúa skákinni sér í vil og þegar tíminn fór að minnka mikið fjaraði endanlega undan stöðunni hans Braga. Eftir skákina sagði Miezis að hann hefði verið ósáttur við stöðuna sem hann fékk eftir byrjunina og að Bragi hefði klárlega átt að geta nýtt sér hana betur. Miezis sagðist líka vera feginn að hafa ekki lent í svona stöðu á móti Bjössa, sköpunargáfa Bjössa hefði klárað skákina! Kannski er bara málið að sameina bræðurna í einn ósigrandi skákmann, Mr. B Thorfinnsson Smile

Þetta tap hjá Braga gerir því miður út um hans möguleika á áfanga. Dagur átti líka stjarnfræðilega möguleika á áfanga og eins og venjulega setti hann flugeldasýningu í gang. Fyrst fórnaði hann manni og síðan drottningunni. Mátið stóð hins vegar á sér og Dagur varð að lokum að játa sig sigraðan. Skemmtileg skák samt sem áður. Glud á þá reyndar ennþá stjarnfræðilega möguleika á áfanganum. Til þess þarf hann að vinna síðustu 3 skákirnar.

Og þá er 7. umferðin að byrja og nú er um að gera að bruna í Síðumúla 37 og styðja strákana í áfangaveiðinum. Svo er tilvalið að koma við í Skákhöllinni á leiðinni heim og kíkja á 2. umferð í Haustmóti TR.

Skákkveðjur, Gummi

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband