22.9.2008 | 01:13
"Skák í skólana" - fyrsti styrkurinn afhentur
Björn Þorfinnsson forseti Skáksambandsins, Steinunn Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri og Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Við setningu Hraðskákmóts Íslands í Bolungavík á laugardaginn afhenti Einar Kristinn Guðfinnsson ráðherra fyrir hönd Menntamálaráðuneytisins fyrsta styrkinn í verkefninu "Skák í skólana". 250 þúsund króna styrkir verða veittir til sex skóla vítt og breitt um landið og er ætlunin að þeir stuðli að eflingu skákstarfs í skólum landsins. Verkefnastjóri er Davíð Kjartansson skákmeistari.
Flokkur: Unglingastarf Taflfélags Bolungarvíkur | Breytt 26.10.2008 kl. 03:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.