Suðurnesjamenn sigraðir

Við Íslandsmeistararnir í Taflfélagi Bolungarvíkur tefldum við Skákfélag Reykjanesbæjar í gærkvöldi í 8 liða úrslitum hraðskákkeppni taflfélaga. Viðureignin fór fram í húsnæði TR sem mættu Akureyringum á sama tíma. Skemmtilegt fyrirkomulag að tefla tvær viðureignir í einu og þökkum við TR kærlega fyrir heimboðið. Marga sterka skákmenn vantaði í okkar lið og má segja að Þröstur hafi verið eina „stórskyttan“ okkar í gær. Reykjanesbær mætti til leiks með bæði Björgvin Jónsson og Jóhann Ingvason en hvorugur þeirra tefldi í 16 liða úrslitunum. Það stefndi því í spennandi viðureign enda fór það svo að fyrstu þrem umferðunum lauk öllum með 3-3 jafntefli. Liðin unnu síðan sitt hvora viðureignina en við höfðum þó náð eins vinnings forskoti eftir 5 umferðir. Í 6. umferðinni gekk hins vegar allt upp hjá okkur og unnum við hana 5-1 sem þýddi að í hálfleik leiddum við með 20,5 vinning gegn 15,5. Þá urðu Reyknesingar fyrir áfalli. Björgvin Jónsson hafði komið beint úr vinnu og varð frá að hverfa í hálfleik (sumir vilja þó meina að hann hafi verið svo ánægður að ná jafntefli við Þröst að hann hafi viljað hætta á toppnum. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það). Auk þess bættist Sæbjörn við okkar lið, uppveðraður eftir glæsilegan sigur United á Tottenham. Seinni hálfleikur hófst á 5,5-0,5 sigri okkar og spennan var horfin veg allrar veraldar. Lokastaðan var 45,5-26,5 sigur Íslandmeistaranna.   

Árangur Bolvíkinga:
Þröstur  11,5 af 12
Magnús Pálmi  10 af 12  
Gummi D  7,5 af 12  
Halldór Grétar  7 af 11  
Árni Ármann  4 af 12  
Sæbjörn  3 af 5  
Gísli  1,5 af 7  
Stebbi A  1 af 1    

Árangur Reyknesinga:  
Björgvin  5,5 af 6  
Siguringi  4,5 af 9  
Helgi  4,5 af 12  
Jóhann  4 af 12  
Haukur 2 af 11  
Ólafur  4 af 12  
Patrick  2 af 10

Bikarmeistarar lagðir að velli

Bolvíkingar og KR-ingar áttust við í 1. umferð hraðskákkeppni taflfélaga í gær. Enn eitt árið, þessi lið dragast merkilega oft saman. KR-ingar eru enn að fagna sigrinum á Þór og þegar við mættum í Frostaskjólið tók Bikarinn í öllu sínu veldi á móti okkur. Flottur gripur. Við landsbyggðarmenn urðum auðvitað að hefna og mættum óhræddir til leiks, engin slá til að bjarga KR í þetta skiptið. Augljóst var í upphafi að einu eða tveim ELO stigum munaði á liðunum. Við tókum strax forystuna með 4,5-1,5 sigrum í fyrstu tveim umferðunum. Þá þriðju vann KR með minnsta mun en það reyndist eina sigurumferðin þeirra. Við bættum svo í og eftir 5-1 sigur í 6. umferð var ljóst að staðan í hálfleik var 24-12. Helmingsmunur og í seinni hálfleik bættum við í. Lokatölur urðu 52-20 Íslandsmeisturunum í vil.

 

Stefán, Jón Viktor, Þröstur og Dagur drógu vagninn og fengu 42 vinninga samtals. Þröstur var að venju með fullt hús en það tekur varla að nefna það. Maðurinn er með rugl skor fyrir Bolvíkinga í þessari keppni og heyrir til undantekninga ef hann missir punkt. Athyglisverðasta viðureignin var á milli Stefáns og Sigurðar Herlufsen. Í fyrri skákinni fórnaði Stefán manni fyrir mjög vænlega sókn. Sigurður varðist vel og Stefán þurfti að nota mikinn tíma til að finna sigurleiðina. Það tókst að lokum en tíminn þraut og Sigurður fagnaði sigri. Í seinni skákinni vann Sigurður mann og vélaði Stefán svo hægt og örugglega niður. Dæmið snérist hins vegar við og nú var það Sigurður sem féll í kolunninni stöðu. Stefán getur þakkað æðri máttarvöldum fyrir að hafa náð 1-1 jafntefli á móti Sigurði. Eða setti hann kannski upp ósýnilega slá?

 

Við þökkum KR fyrir góðar móttökur og skemmtilegar skákir. Sjálfsagt mætumst við aftur að ári!

Guðmundur Daðason, liðsstjóri.

 

Árangur Bolvíkinga:

Þröstur Þórhallsson 11 af 11

Dagur Arngrímsson  11 af 12

Jón Viktor Gunnarsson 10 af 11

Stefán Kristjánsson  10 af 12

Árni Ármann Árnason  5,5 af 12

Sæbjörn Guðfinnsson  3 af 8

Guðmundur Daðason  1,5 af 6

 

Árangur KR-inga:

Jón G. Friðjónsson  5,5 af 12

Sigurður Herlufsen  4,5 af 12

Jóhann Örn Sigurjónsson  3,5 af 12

Vilhjálmur Guðjónsson  3 af 12

Ingimar Jónsson  2,5 af 12

Gunnar Skarphéðinsson  1 af 12


Taflfélag Bolungarvíkur fer á EM félagsliða í Slóveníu

 

Hótel Rogaška Slatina

 

Taflfélag Bolungarvíkur fer á EM félagsliða sem haldið er í heilsubænum Rogaška Slatina í Slóveníu dagana 24.september til 2.október n.k.. TB hefur tvisvar áður keppt á EM. Árið 2008 lentum við í 36.sæti og árið 2009 í því 25.  Stefán Kristjánsson, Bragi Þorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson, Þröstur Þórhallsson, Dagur Arngrímsson og Guðmundur Gíslason hafa allir gefið jákvætt svar um þátttöku. Taflfélagið Hellir mun einnig taka þátt. Síðast var TB efsta norrænna taflfélaga, munum við leika það aftur eftir ?

Heimasíða mótsins: http://ecc2011.sahohlacnik.com/


Keppnistímabilið 2010-2011 - pistill

Liðakeppnir:

Íslandsmeistarar 2010-11
Íslandsmeistarar í 1.deild 2010-2011
Íslandsmeistarar í 2.deild 2010-2011

Einstaklingsárangur:


Besti "performance" í ÍS 2010-2011:

JonLArnasonstef n kristj nsson 727890
1. Jón L Árnason 2678
2. Stefán Kristjánsson 2665
3. Jóhann Hjartarson 2578

Besta hlutfall í ÍS 2010-2011:
1. Guðmundur Gíslason 7 vinninga af 7
2. Dagur Arngrímsson 6.5 vinninga af 7
3. Stefán Kristjánsson 5.5 vinninga af 6
4. Jón L Árnason  4.5 vinninga af 5
5. Þröstur Þórhallsson 6 vinninga af 7

ÍS skákfélaga c lið - bestur árangur :

1. Guðmundur Daðason  4 vinninga af 6
2. Jónas H Jónsson  3,5 vinningar af 4
3. Gísli Gunnlaugsson 3,5 vinningar af 7
4. Halldór Gíslason 3 vinningar af 3
5. Unnsteinn Sigurjónsson 3 vinningar af 3
5. Stefán Arnalds 3 vinningar af 4
5. Benedikt Einarsson 2 vinningar af 2

Mestu FIDE-stigahækkanir 1.mai 2010 - 1.mai 2011:

1. Halldór Grétar Einarsson   16 stig   (2220 -> 2236)
2. Þröstur Þórhallsson 11 stig  (2381 -> 2392)
3. Jón L Árnason  9 stig   (2490 -> 2499)
4. Stefán Kristjánsson 8 stig  (2477 -> 2485)
5. Gísli Gunnlaugsson 7 stig  (1839 -> 1846)
6. Bragi Þorfinnsson 5 stig   (2422 -> 2427)

Hraðskákkeppni taflfélaganna:
1. Bragi Þorfinnsson 85%  (25.5 af 30)
2. Þröstur Þórhallsson 84% (21 af 25)
3. Jóhann Hjartarson 75% (9 af 12)
4. Magnús Pálmi Örnólfsson 69.2% (18 af 26)

Ólympíuskákmótið í Khanty-Mansiysk í Síberíu 2010:

bragi orfinnsson 867644
Bragi Þorfinnsson var fulltrúi okkar í liðinu og það er mál manna að 
hann ásamt Birni bróðir sínum hafi verið hryggjarstykkið í góðum árangri Íslands.
Bragi fékk 5,5 vinninga af 9. Hann tefldi með "performance" 2417 og hækkaði um 11.9 stig fyrir frammistöðuna.

Reykjavíkurskákmótið 2011

Gummi Gísla

Guðmundur Gíslason náði bestum árangri undir 2400 stigum og náði sínum  þriðja AM áfanga.
Bragi Þorfinnsson og Guðmundur Gíslason urðu í 4.-7. sæti á Norðurlandamótinu í skák með 6 vinninga af 9 mögulegum.

London Chess Classic 2010:

throstur

Þröstur Þórhallsson gerði góða ferð til London um miðjan desember og krækti sér í 3.-7. sætið í FIDE Open flokknum í London Chess Classic hátíðinni.

Þröstur fékk 7 vinninga af 9 og tefldi með "performance" 2538 og hækkaði um 20 stig.

Skákþing Íslands 2011 - Landsliðsflokkur:
Bragi Þorfinnsson lenti í öðru sæti hársbreidd frá GM áfanga með 6,5 vinninga af 9 og 15,8 stig í plús (performance 2547)
Þröstur Þórhallsson og Stefán Kristjánsson urðu í 4.-5. sæti með 5,5 vinninga af 9

Bolungarvíkurmeistari:

Daði Guðmundsson er ennþá Bolungarvíkurmeistari !

Hraðskákmót Íslands 2010 - 17.desember 2010:
JonViktor

Jón Viktor Gunnarsson varð Hraðskákmeistari Íslands 2010 með 9  vinninga af 11
Jafn honum, en lægri að stigum, varð Þröstur Þórhallsson.
Okkar menn röðuðu sér í öll efstu sætin, því í 3.-4. sæti með 8 vinninga urðu Jóhann Hjartarson og Jón L Árnason með 8 vinninga.

Afmælismót Jóns L Árnasonar í Hótel Glym Hvalfirði 12.desember 2010:

1. Jóhann Hjartarson 8 vinninga af 9
2. Jón L Árnason 7,5
3.-5. Bragi Þorfinnsson 6,5
3.-5. Helgi Ólafsson 6,5
3.-5. Hjörvar Steinn Grétarsson 6,5

Skák ársins 2010:
2.-3. sæti með 11 atkvæði
Hvítt: IM  Ekstroem Roland  2489
Svart: IM  Bragi Þorfinnsson 2415
Ólympíumótið í  Khanty-Mansiysk
September 2010

Hvítt: GM Sarunas Sulskin 2544
Svart: GM Jóhann Hjartarson 2582
ÍS 2010-2011
Október 2010

4.sæti með 10 atkvæði
Hvítt: GM Þröstur Þórhallsson 2367
Svart: GM Abhijeet Gupta 2600
London Chess Classic - FIDE Open
Desember 2010

Sjá skákirnar á: http://hornid.com/cgi-bin/mwf/topic_show.pl?pid=68832;hl=

Ýmsir sigrar félagsmanna:
SaebjornGudfinns 1Magnús Sigurjónsson

20.júní 2010: Jóhann Hjartarson sigraði á Skákhátíðinni í Árneshreppi á Ströndum með 8 vinninga af 9
19.ágúst 2010: Guðmundur Gíslason sigraði á Borgarskákmótinu með 7 vinninga af 7
4.september 2010: Sæbjörn Guðfinnsson vinnur Ljósanæturskákmótið með 7  vinninga af 7
14.október 2011: Magnús K Sigurjónsson vinnur Fimmtudagsmót TR með 6,5 vinninga af 7
24.janúar 2011: Sæbjörn Guðfinnsson vinnur Hraðmót Hellis með 5,5  vinninga af 6
17.mars 2011: Magnús K Sigurjónsson vinnur Fimmtudagsmót TR
24.mars 2011: Magnús K Sigurjónsson vinnur Fimmtudagsmót TR með 6 vinninga af 7
26.apríl 2011: Sæbjörn Guðfinnssom vinnur Ása-mót með 8,5 vinninga af 9
26.mai 2011: Magnús K Sigurjónsson vinnur Fimmtudagsmót TR með 5,5 vinninga af 7


Hraðskákstigalisti í lok tímabils:
1. Jóhann Hjartarson 2630 (tvö GM-norm)
2. Jón L Árnason 2500 (eitt AM-norm)
3. Jón Viktor Gunnarsson 2475  (eitt GM-norm)
4. Bragi Þorfinnsson  2435  (tvö AM-norm)
5. AM Halldór Grétar Einarsson 2315 (eitt GM norm)
6. FM Guðmundur Halldórsson 2295
7. FM Magnús Pálmi Örnólfsson 2285 (eitt AM-norm)
8. Elvar Guðmundsson 2270 (eitt AM-norm)
9. FM Guðmundur Daðason 2115  (eitt AM-norm)
10. BM Stefán Arnalds 2085
11. Unnsteinn Sigurjónsson 2065 (eitt BM-norm)
12. BM Daði Guðmundsson 2055
13. Árni Ármann Árnason 2035
14. Sæbjörn Guðfinnsson 2025  (tvö BM-norm)
15. Gísli Gunnlaugsson 1820
16. Benedikt Einarsson 1700
17. Guðjón Gíslason 1635

Starfsemi félagsins:
Þrjú lið send til keppni í Íslandsmóti Skákfélaga
Þrjár hraðskákæfingar haldnar
Sameiginlegar hraðskákæfingar með Mátum


Fjórtánda hraðskákæfingin

14.Bolvíkingamótið haldið hjá Magnúsi Pálma

31.3.2011

 

 

Nafn

Stig

1

2

3

4

5

6

Vinningar

Stigabr.

1

AM Halldór Grétar Einarsson

2310

*

01

22

22

21

1

13

7

2

FM Magnús Pálmi Örnólfsson

2270

21

*

02

22

11

2

13

14

3

BM Guðmundur Magnús Daðason

2145

00

20

*

1½ 2

10

2

8,5

-28

4

BM Stefán Arnalds

2155

00

00

½ 0

*

22

2

6,5

-68

5

Magnús K Sigurjónsson

1830

01

11

12

00

*

2

8

188

6

Mattías Magnússon

0

1

0

0

0

0

*

1

0

GM=16,5 AM=14,5 FM= 11,5 BM=7,0

Magnús Sigurjóns náði BM-áfanga.

Mattías Magnússon sonur húsráðanda tefldi einungis fyrri hluta mótsins.

 


Þrettánda hraðskákæfingin

13.Bolvíkingamótið haldið hjá Daða

24.3.2011

 

 

Nafn

Stig

1

2

3

4

5

6

7

Vinningar

Stigabr.

1

Jóhann Hjartarson

2620

*

1

11

1

11

11

11

10

8

2

Jón Loftur Árnason

2510

0

*

1

0

1

1

1

4

-8

3

FM Magnús Pálmi Örnólfsson

2245

00

0

*

1

01

11

11

6

19

4

BM Stefán Arnalds

2145

0

1

0

*

0

1

½

2,5

8

5

BM Guðmundur Magnús Daðason

2140

00

0

10

1

*

½½

½1

4,5

19

6

BM Daði Guðmundsson

2065

00

0

00

0

½½

*

½1

2,5

-8

7

Sæbjörn Guðfinnsson

2070

00

0

00

½

½0

½0

*

1,5

-43

GM=8,0 AM=6,5 FM= 4,5 BM=2,0

Jóhann náði GM-áfanga, Jón L AM-áfanga og Gummi FM áfanga.

Jón L og Stefán tefldu einungis seinni hlutann.

 


Tólfta hraðskákæfingin

12. Bolvíkingamótið haldið hjá Árna Ármann

2.2.2011

 

 

Nafn

Stig

1

2

3

4

5

6

Vinningar

Stigabr.

1

Jóhann Hjartarson

2620

*

1

1

1

1

1

5

2

2

FM Magnús Pálmi Örnólfsson

2180

0

*

11

½1

11

11

7,5

71

3

BM Daði Guðmundsson

2065

0

00

*

11

½½

½0

3,5

2

4

BM Guðmundur Magnús Daðason

2155

0

½0

00

*

01

11

3,5

-23

5

Árni Ármann Árnason

2055

0

00

½½

10

*

2,5

-20

6

Sæbjörn Guðfinnsson

2100

0

00

½1

00

*

3,0

-22

GM=8,0 AM=7,0 FM= 5,5 BM=3,0

Jóhann náði GM-áfanga, Magnús Pálmi AM áfanga og Sæbjörn BM áfanga

Jóhann tefldi einungis fyrri hlutann.


Íslandsmeistarar þriðja árið í röð

Taflfélag Bolungarvíkur er Íslandsmeistari skákfélaga þriðja árið í röð og þetta árið unnum við tvöfalt, bæði 1. og 2. deild. Það er því óhætt að segja að allt hafi gengið upp í seinni hluta Íslandsmótsins sem fram fór 4. og 5. mars.

 

En byrjum þessa yfirferð í 3. deildinni. C liðið okkar var um miðja deild eftir fyrri hlutann og átti hvorki raunhæfa möguleika á að fara upp né að falla, nema allt myndi gjörsamlega ganga á afturfótunum. Kristján Heiðar Pálsson skipti yfir til okkar í vetur og tefldi sína fyrstu skák með okkur. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn heim! Annars voru talsverð forföll hjá okkur, Daði Guðmunds og bræðurnir Unnsteinn og Magnús voru allir fyrir vesta, Stefán þurfti að sinna knattspyrnuþjálfun þar sem Gaui Þórðar var erlendis og ég sjálfur tefldi bara eina skák svo ég gæti sinnt liðsstjórastarfinu betur. Við ákváðum því að keyra liðið talsvert á skákmönnum sem nýlega hafa gengið til liðs við félagið. Með því móti höfum við vonandi náð að virkja enn fleiri skákmenn til að tefla reglulega með okkur næstu árin. Sem dæmi má nefna að Egill Steinar Ágústsson tefldi allar þrjár skákirnar og fékk því mjög góða reynslu sem vonandi nýtist honum vel. Liðið var annars svona skipað: Magnús P Örnólfsson, Guðmundur Daðason, Sæbjörn Guðfinnsson, Gísli Gunnlaugsson, Þormar Jónsson, Jónas H Jónsson, Halldór Gíslason, Kristján H Pálsson og Egill Steinar Ágústsson.

 

Í 5. umferð fengum við KR b og töpuðum naumlega 3,5-2,5. Okkur fannst þetta ekki alveg detta með okkur því Gísli Gunnlaugs var með vinningsmöguleika en varð að sættast á jafntefli og Egill Steinar tapaði eftir að hafa verið með jafna stöðu nánast alla skákina. Hálfur vinningur í viðbót hefði tryggt eitt stig en í staðinn fengum við ekkert. Veröldin getur verið grimm! TG b var næsti andstæðingur og var vitað að það yrði strembið þar sem þeir voru stigahærri á flestum borðum og líklega ekki með síðra lið en KR b (skv. stigalistanum!).  Við sáum einfaldlega aldrei til sólar og 4,5-1,5 tap staðreynd. Í síðustu umferð fengum við Hauka c og vorum komnir í þá stöðu að verða að vinna til að forðast fall. Getumunurinn á liðinum var hins vegar mjög mikill og við unnum fljótt og örugglega 6-0. Sveitin endaði í 9. sæti með 6 stig og 22 vinninga.

 

Þá að 2. deildinni. B liðið var í öðru sæti eftir fyrri hlutann, skammt á eftir Mátum en á hæla okkur komu b lið Hellis og TR. Sveitin okkar var enn sterkari en í fyrri hlutanum og við settum okkur því tvenn markmið, að komast í upp í 1. deild og að vinna 2. deildina. Hópurinn sem tefldi var þessi: Jón Viktor Gunnarsson, Þröstur Þórhallsson, Guðmundur Gíslason, Dagur Arngrímsson, Sophie Milliet, Halldór G Einarsson, Magnús P Örnólfsson og Árni Ármann Árnason.

 

Í fyrstu tveim viðureignum helgarinnar mættum við TR b og Akurnesingum. Skipun liðsstjóra var skýr, bannað að semja jafntefli heldur tefla til sigurs á öllum borðum. Ekki er hægt að kvarta undan árangrinum því báðar viðureignir unnust sannfærandi 5-1. Með þessum glæstum sigrum höfðum við þegar náð meginmarkmiðinu, að tryggja okkur sæti í 1. deild að ári. Fyrir síðustu umferð höfðum við 1,5 vinnings forskot á Máta og þeim vantaði aðeins 1 vinning til að tryggja sé annað sætið. Við máttum því tapa með minnsta mun en samt vinna 2. deildina. Auk þess var spennan í 1. deildinni í hámarki og hugur manna reikaði óneitanlega þangað. Liðsskipunin breyttist þess vegna úr því að tefla stíft til sigurs í að heimilt væri að semja um jafntefli ef menn mætu sínar stöður þannig. Viðureignin þróaðist svo þannig að tiltölulega stutt jafntefli voru samin á 3 borðum, allar stöður nokkuð jafnar eftir um 20 leiki. Við unnum síðan tvær skákir og viðureignina 4-2. Frábær sveit vann því 2. deildina nokkuð örugglega þegar uppi var staðið.

 

Þá er komið að háspennunni í 1. deildinni. Ég hef tekið þátt í Íslandsmóti skákfélaga í 25 ár en man varla eftir annarri eins spennu. Eftir fyrri hlutann var ljóst að 3 félög börðust um titilinn. Vestmannaeyingar leiddu með 1,5 vinnings forskot á okkur og svo var Hellir 1,5 vinningi á eftir okkur. TV átti hins vegar erfiðustu dagskrána eftir en Hellir þá léttustu, a.m.k. ef miðað er við ELO stig. Fyrst mættum við Haukum, svo TR og að endingu TV. Hellir og TV áttust svo við í 5. umferðinni. Við vissum að minnstu mistök myndu kosta titilinn og því settum við upp einfalt plan. Vinna bæði Hauka og TR eins stórt og hægt væri, helst 8-0. Þegar kæmi að viðureigninni við TV myndum við vita hvað þyrfti að gera til að verja Íslandsmeistaratitilinn. Hópurinn sem tefldi seinni hlutann var þessi: Luke McShane, Vladimir Baklan, Yuriy Kuzubov, Yannick Pelletier, Jóhann Hjartarson, Jón L Árnason, Stefán Kristjánsson, Bragi Þorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson og Þröstur Þórhallsson.

 

Í stuttu máli gekk áætlunin fullkomlega upp. Við unnum Hauka 7,5-0,5 og TR 8-0. TV og Hellir tóku svo vinninga hvort af öðru auk þess sem Hellir tapaði dýrmætum vinningum á móti KR. Fyrir síðustu umferð hafði Hellir því helst úr lestinni og við með þriggja vinninga forskot á TV. Vestmannaeyingar þurftu að vinna 5,5-,2,5 til að vinna mótið á stigum. Líkt og í 2. deildinni breyttum við aðeins um takt. Í stað þess að tefla stíft til sigurs í hverri skák var heimilt að gera jafntefli með svörtu ef menn mætu stöðuna svo.  Það er hins vegar erfitt að tefla upp á jafntefli í 8 skákum og við lögðum því upp með að vinna viðureignina en ekki fá bara þá 3 vinninga sem við þurftum. Sú áætlun gekk þó engan veginn upp. Að vísu bauð Helgi Ólafs Jóhanni jafntefli fljótt sem Jóhann þáði, enda með svart. Okkur vantaði þá aðeins 2,5 vinning úr 7 skákum og líkurnar á að það myndi klikka voru litlar. Eða þær áttu a.m.k. að vera litlar. Vestmannaeyingar börðust á hæl og hnakka og eiga mikið hrós skilið fyrir frábæran keppnisanda. TV náði undirtökunum á flestum borðum og á tímabili leit út fyrir að þeim væri að takast hið ómögulega. Við stóðumst þó áhlaupið, Stefán vann sína skák glæsilega og  eftir ýmsar sviptingar endaði viðureignin 3,5-4,5 fyrir TV. Bolvísku Íslandsmeistararnir enduðu með 2 vinninga forskot á silfurhafana úr eyjum.

 

Það er athyglisvert að við töpuðum tveim viðureignum, á móti Helli og TV, en unnum samt mótið. Skýringin á því er að mínu mati klárlega mikil breidd í liðinu og áherslan á að vinna stigalægri liðin stórt. Að vinna TR á öllum borðum hafði þar mest að segja og var það í raun afrek að ná slíkum úrslitum á móti jafn öflugu liði. Allir liðsmenn okkar skiluðu sínu en þó langar mig að nefna fjóra þeirra sérstaklega. Stefán Kristjánsson var með 5,5 vinning úr 6 skákum. Fróðari menn en ég segja að hann hafi nú náð 12,5 vinningum úr 13 skákum fyrir félagið. Ekkert slor það! Jón L og Þröstur náðu báðir 4,5 vinningum af 5 og Gummi Gísla var með 3 af 3 (í fyrri hlutanum).

 

Frábær helgi í alla staði og félagið verður í fyrsta skiptið með tvær sveitir í 1. deild á næsta tímabili. Án efa munu TV og Hellir gera aðra atlögu að titlinum og við getum því hlakkað til mikillar skemmtunar næsta vetur.

 

Að lokum vil ég útnefna Ólaf Jens Daðason sem félagsmann helgarinnar. Jenni tefldi ekkert að þessu sinni en veitti algerlega ómetanlegan stuðning. Nokkrum dögum fyrir helgina bauð hann fram alla þá aðstoð sem á þyrfti að halda. Á föstudagskvöldinu fór hann t.d. tvær ferðir á hótelið með erlendu keppendurna svo þeir kæmust beint í hvíld fyrir erfiðan laugardag. Það gefur manni óneitanlega mikinn kraft að finna fyrir svona góðum stuðningi. Kærar þakkir!

  Guðmundur M Daðason, formaður.

Erlendir liðsmenn okkar í seinni hluta ÍS

mcshane01  GM Luke McShane Englandi 2664

Einn heitasti skákmaðurinn í heiminum í dag. Stóð sig mjög vel í London Classic mótinu í desember og vann m.a. Magnus Carlsen í flottri skák. Endaði í skiptu öðru sæti ásamt heimsmeistaranum Anand. Luke vann síðan B-flokkinn í Wijk aan Zee  (Tata Steel) ásamt David Navara, í lok janúar.

 

 

 

 

YuriyKuzubov  GM Yuriy Kuzubov Úkraínu 2624

Þetta er í þriðja sinn sem Kuzubov teflir með okkur.  Hann vann Reykjavíkurskákmótið árið 2010 ásamt fleirum.

 

 

 

 

 

 

 

 

VladimirBaklan  GM Vladimir Baklan Úkraínu 2613

Þetta er í þriðja sinn sem Baklan tefli með okkur.  Hann tefldi á 3ja borði í sigursveit Úkraínu á Ólympíumótinu í Istanbúl árið 2000. Mjög geðugur náungi sem þjálfar núna yngsta stórmeistara heims hann Ilya Nyzhnik.

 

 

 

 

 

 

pelletier01  GM Yannick  Pelletier    Swiss    2586

Þetta er í fyrsta sinn sem Yannick teflir með okkur. Hann teflir á fyrsta borði fyrir Swiss. 

 

 

 

 

 

 

sophiemilliet  IM Sophie Milliet  Frakklandi   2375

 Sophie er unnusta Yannick og mun tefla í annari deildinni með okkur. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta voru erlendu keppendurnir okkar, en að sjálfsögðu eru þeir bara skrautfjaðrirnar og saman munum við vinna Íslandsmeistaratitilinn í vor !

Erlendir keppendur annarra liða sem við vitum um og hafa fengið boð í Reykjavíkurskákmótið eru:

Taflfélagið Hellir:

GM    Miroshnichenko Evgenij    UKR    2670  
GM    Adly Ahmed    EGY    2640       
GM    Gupta Abhijeet    IND    2590        

Taflfélag Vestmannaeyja:

GM    Gustafsson Jan    GER    2652
GM    Hammer Jon Ludvig    NOR    2647
GM    Miton Kamil    POL    2616

Önnur félög:

GM    Hess Robert L    USA    2572        KR
IM    Henrichs Thomas    GER    2479        Fjölni
GM    Ivanov Mikhail M    RUS    2431    Taflfélag Reykjavíkur

Varðandi borðaröð félaganna að öðru leiti vísast í styrkleikaröðun þeirra sem sjá má á: https://spreadsheets.google.com/ccc?key=0AkWXnEohR48TdERxejlLeU5iWk1lcnl5a25yRXFnY1E&hl=en&authkey=CPTwuKQK#gid=0

 

 

 


Skákþing Vestfjarða 1959-60

Daði Guðmundsson 1977
Skákþing Vestfjarða 1959-60 - fjölrit

Ásgeir Överby sendi mér tvær gamlar A6 bækur sem innihéldu fjölrit af öllum skákum á fyrstu tveim Skákþingum Vestfjarða árin 1959-60 og 1965. Bækurnar voru gefnar út af Taflfélagi Ísafjarðar og hefur verið mikil vinna á sínum tíma. Textinn í bókunum var farinn að mást og hafði Ásgeir samband við mig á Facebook og sendi mér bækurnar í framhaldinu. Ég sló skákirnar inn í ChessBase og setti þær síðan inn í pdf skjal. Meðfylgjandi er pdf skráin og síðan einnig pgn-skrá með öllum skákunum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband