Fćrsluflokkur: Fjórir frćknir

Dagur Arngrímsson Taflfélagi Bolungarvíkur međ stórmeistaraáfanga

dagur_arngrimsson_i_budapest2.jpg

 

Dagur Arngrímsson (2392) Taflfélagi Bolungarvíkur gerđi jafntefli viđ kúbverska alţjóđlega meistarann Fidel Corrales Jimenez (2552) í níundu og síđustu umferđ alţjóđlegs móts í Harkany í Ungverjalandi.  Međ ţví tryggđi Dagur sér sinn fyrsta áfanga ađ stórmeistaratitli!  

Árangur Dags svarar til 2628 stiga og hćkkar hann um 27 stig fyrir frammistöđuna. Jón Viktor Gunnarsson og Bragi Ţorfinnsson félagar í Taflfélagi Bolungarvíkur tóku einnig ţátt í mótinu ásamt Guđmundi Kjartanssyni úr Taflfélagi Reykjavíkur. Jón Viktor og Bragi stóđu sig ţokkalega og Guđmundur Kjartansson náđi áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli.

Ţetta er ţriđja mótiđ í ţessari ferđ sem ţeir félagar taka ţátt í međ styrk frá Taflfélagi Bolungarvíkur. Fyrsta mótiđ var Evrópumót Taflfélaga í Grikklandi  17.-23.október. Ţar náđi Guđmundur Gíslason frá Ísafirđi áfanga ađ alţjóđlegum áfanga og sveit Taflfélags Bolungarvíkur í 36.sćti af 64 sveitum. Annađ mótiđ var First Saturday í Búdapest í Ungverjalandi 1.-12.nóvember. Í ţví móti lenti Jón Viktor í sjötta sćti og hćkkađi ţó nokkuđ ađ stigum.  Mótiđ sem var ađ klárast í gćr fór fram dagana 14.-22.nóvember. Ţetta er ţví búin ađ vera ţétt törn hjá félagsmönnum í Taflfélagi Bolungarvíkur og skilađ góđum árangri.

Dagur og Jón Viktor halda nú til Belgrad í Serbíu ţar sem ţeir tefla á alţjóđlegu skákmóti ásamt Guđmundi Kjartanssyni og  Snorra G. Bergssyni úr Taflfélagi Reykjavíkur.   


Milov-Bragi EM2008

GM Vadim Milov 2681 (Alkaloid)
IM Bragi Ţorfinsson 2383 (Taflfélagi Bolungarvíkur)
Ensku leikur

1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. e3 c6 4. Rf3 e4 5. Rd4 d5 6. cxd5 cxd5 7. d3 exd3 8.Bxd3 Rc6

milov-bragi1.jpg

9. O-O Bd6 10. Rxc6 bxc6 11. e4 Rg4
Bragi er hvergi hrćddur og leggst í kóngsókn. Áhrifamáttur sóknarinnar virđist ţó ekki vera mikill.
12. h3 Dh4 13. exd5 O-O

 

milov-bragi2_715417.jpg
14. Re4
14.dxc6 var áreiđanlega betri. Framhaldiđ hefđi getađ orđiđ 14.-Be5 15.Dc2 Be6 16.Re4 og hvítur er tveim peđum yfir og ekki er ađ sjá ađ sókn svarts sé hćttuleg.
14. - Bh2+ 15. Kh1 cxd5 16. Rg5 Be5 17. Rf3 (17.Bxh7+ hefđi veriđ í lagi, ţví eftir 17.-Kh8 18.Bd3 Rxf2+ ţá getur hvítur drepiđ riddarann vegna Dh5+ međ máti) Dh5 18. Be2 Rf6 19. Rxe5 Dxe5 20. Be3 Re4 21. Dd4 Dxd4 22. Bxd4

 milov-bragi3.jpg

Mađur skildi halda ađ stórmeistarinn myndi smám saman ná ađ svíđa ţessa stöđu.
22. - a5 23. Kh2 Ba6 24. Bxa6 Rxa6 25. Rac1 a4 26. Rfd1 h6 27.Rc2 Rd8 28. Be3 Rd7 29. Rd4 Kh7 30. Rb4 Kg6 31. h4 h5
milov-bragi4.jpg
32. f3 Rd6 33. Hd2 Rf5 34. Bf2 Re7 35. Hb5 f6 36. g4 hxg4 37. fxg4 Kf7 38. Kg3 Ke6 39. He2+ Kf7 40.Bc5 Rc6
milov-bragi5.jpg
Bragi hefur teflt vörnina vel og ađ sama skapi hefur Milov teflt ráđleysislega. Bragi er allt í einu kominn međ fína stöđu og staka peđiđ orđiđ hćttulegt frípeđ og riddarinn virkur á miđborđinu.
41. h5 d4 42. g5 Re5 43. Bb4 Hc6 44. Hf2 Rd3 45. Hd2 Re5 46. Kf4 Ke6 47. Ke4 d3
milov-bragi6.jpg
48. b3 axb3 49. axb3 f5+ 50. Ke3
Ef 50.Kf4 ţá Hd4+ og svartur fer međ hrókinn á kóngsvćng og verđur peđi yfir plús vinnandi stöđu.
50. - Rg4+ 51. Kf3 Hd4
milov-bragi7.jpg
Hvítur er í stökustu vandrćđum og má teljast heppinn ađ eiga leik sem heldur honum á lífi.
52. Bf8! Hc1
Hérna komu tveir ađrir leikir til greina:
52. - Hc2 53.Bxg7 (53.Hxc2 dxc2 54.Re5+ Ke3 55.Hc4) He4 54.Hxd3 Rh2+ međ ţráskák
52. - Hc7 54.h6 gxh6 55.gxh6 Re5+ 56.Hxe5+ Kxe5 57.Bxg7+ Hxg7 58.hxg7 međ jafntefli
53.Bxg7 Hf1+ 54. Kg3 Hg1+ 55. Kf3 Hf1+ 56. Kg3 Hg1+ međ ţráskák
1/2 - 1/2

Aloyzas Kveinys - Jón Viktor

Jón Viktor tefldi vel allt mótiđ, en besta skák hans var trúlega á móti hinum öfluga Kveinys frá Lettlandi.

GM Aloyzas Kveinys 2533 (Vilnius Chess-Bridge Club)

IM Jón Viktor Gunnarsson 2430 (Taflfélag Bolungarvíkur)

Drottningarpeđsbyrjun sem ţróast út í Sikileyjarvörn - Maroczy Bind

1.d4 Rf6 2.Rf3 g6 3.c4 c5 4.Rc3

Kveinys vill greinilega ekki hleypa Jóni Viktori í Benkö bragđiđ.

4. - cxd4 5.Rxd4 Rc6 6.e4 d6 7.Be2 Rxd4 8.Dxd4 Bg7 9.Be3 0-0 10.Dd2

kveinys-jonviktor1.jpg

Kveinys hafđi teflt ţessa stöđu tvisvar áđur (Malisauskas 1998 og Tiviakov 2002). Báđar ţćr skákir enduđu međ jafntefli. Jón Viktor velur núna óalgengt framhald sem hann sagđist hafa skođađ á eldhúsborđinu nokkrum mánuđum áđur.

10. -  a5!? 11.0-0 a4 12.f3 Da5 13.Hab1

kveinys-jonviktor2.jpg

Hugsanlega var betra ađ stađsetja hrókinn á c1. Ţá á svartur t.d. ekki Bxa2 eins og kom upp í skákinni. En hugsanlega hefur Jón Viktor ţá ćtlađ sér ađ leika 10. - Be6 (10.-Bd7 11.c5!) 11.Rd5 Dxd2 12.Rxe7+ Kh8 13.Bxd2 Hfe8 14.Rd5 Rxd5 15.cxd5 Bxd5 16.Bb5 og ţá má leika He5 og svartur virđist mega vel viđ una.

13. - Be6 14.Rd5 ?!

Trúlega var 14.Hfc1 ráđlegra. Svartur kemur sér samt ţćgilega fyrir í ţeirri stöđu međ 14. - Hfc8 og ţrýstir á c4 peđiđ.

14. - Dxd2 15.Rxe7+ Kh8 16.Bxd2 Hfe8 17.Rd5 Rxd5 18.cxd5 Bxd5

kveinys-jonviktor3.jpg

Ţessi peđsvinningur til baka er ţekktur í áţekkum stöđum. Núna er einungis spurning um hvernig spilast úr ţessari stöđu.

19.Bb5

Hugsanlega var 19.a3 Ba2 20.Ha1 Bb3 21.Hab1 betra, en hvítur verđur samt í eilífđar vandamálum međ veik peđin á a3 og b2.

19. -  Bxa2 20.Bxe8  (20.Ha1 He5) Bxb1 21.Bxf7 Bd3 22.Hd1

kveinys-jonviktor4.jpg

Sennilega hefur Kveinys veriđ ađ leita eftir einhverri leikjaröđ sem notfćrir sér mát međ tveim biskup ef svartreita biskup svarts hverfur af skálínunni h8-a1, eins og 22. - Bxb2 23.Bb4 Bb5 24.Hd2 Be5 25.Hxd6 a3 26.Bxa3 Hxa3 27.Hd5 međ jafnri stöđu.

22. - Bd4+ 23.Kh1 Bc2 24.Ha1 Kg7! (24. - Bxb2? 25.Ha2 a3 26.Hxb2! og vinnur) 25.Bd5 Bxb2 26.He1 a3 27.Ba2 b5 og hvítur gafst upp.

kveinys-jonviktor5.jpg

Ekkert er hćgt ađ gera viđ áćtluninni Ha4,b4,b3 og svartur vinnur. Mjög stílhrein og vel tefld skák hjá Jóni Viktori.


Hugleiđing um félagiđ og liđin okkar

Á undanförnu ári hefur Taflfélag Bolungarvíkur veriđ í mikilli sókn og er núna ađ verđa öflugasta og mest spennandi taflfélag landsins. Eins og í vel tefldri skák ţá hugsar félagiđ nokkuđ marga leiki fram í tímann og bćtir stöđu félagsins jafnt og ţétt međ markvissum ađgerđum.
Sóknin byrjađi međ ţví ađ styrkja lítillega liđ félagsins í Íslandsmóti skákfélaga fyrir síđasta keppnistímabil. Ţađ skilađi a-liđinu sigri í 2. deild og b-liđiđ sigrađi 4.deild. Fjölmennt Hrađskákmót Íslands var haldiđ í Bolungarvík í fyrrahaust fyrir tilstuđlan Sparisjóđs Bolungarvíkur og Kaupţings. Áfram var sótt og unglingastarf í Bolungarvík endurvakiđ međ ţví ađ fá Rúnar Arnarsson og Björgvin Bjarnason til ađ hafa umsjón međ skákćfingum. Í vor tók Taflfélagiđ svo ađ sér ţađ stórvirki ađ halda Landsmótiđ í skólaskák í Bolungarvík. Alls kepptu 24 keppendur í tveimur aldursflokkum. Fjórir keppendur voru frá Vestfjörđum, Ingólfur Dađi Guđvarđarson og Dađi Arnarsson frá Bolungarvík í yngri flokki og Arnór Gabríel Elíasson frá Ísafirđi og Páll Sólmundur Eydal frá Bolungarvík í eldri flokki.
Fyrir skáktímabiliđ veturinn 2008-2009 voru sett eftirfarandi markmiđ:
    * Ađ vinna 1.deild, ţađ man enginn eftir ţví ađ hafa lent í öđru sćti
    * Ađ vinna 3.deild
    * Ađ koma međ tvćr nýjar sveitir í 4.deild. Önnur yrđi blanda af reynslumiklum skákmönnum og ungum og efnilegum krökkum frá Bolungarvík. Hin yrđi í toppbaráttu 4.deildar.
    * Ađ efla enn frekar barna- og unglingastarf í Bolungarvík
    * Ađ fá enn fleiri gamalreynda bolvíska skákmenn aftur ađ skákborđinu
    * Ađ styrkja efnilega íslenska skákmenn til afreka
Strax síđastliđiđ vor hófst undirbúningurinn og ţá sérstaklega ađ gera ráđstafanir til ţess ađ fyrsta markmiđiđ gćti náđst. Viđ viđurkennum ţađ fúslega, og skömmumst okkur ekkert fyrir, ađ viđ notum ađ hluta til málaliđa í a-liđinu sem teflir í 1.deild. Til ţess ađ blanda sér í toppbaráttuna í ţeirri deild er nauđsynlegt ađ kaupa erlenda stórmeistara til hjálpar, ţađ er bara bláköld stađreynd. Auk ţess verđa íslensku liđsmennirnir ađ vera verulega sterkir.  Ţar sem ađeins er leyfilegt ađ vera međ fjóra útlendinga af átta keppendum ţá sáum viđ strax ađ fyrsta verkefniđ yrđi ađ fá fjóra sterka íslenska skákmenn til liđs viđ okkur. Ţar sem sterkir íslenskir skákmenn eru takmörkuđ auđlind, ţá var ţađ ekki auđvelt verkefni. Ţó náđum viđ ađ gera samning viđ fjóra frábćra skákmenn og í rauninni ţótti ţađ svo eftirsóknavert ađ ganga til liđs viđ okkur ađ fćrri komust ađ en vildu. Fyrstan er ađ telja stórmeistarann, Bolungarvíkur-vininn og uppáhald margra bolvískra skákmanna, Jón L Árnason. Svo voru gerđir tímamótasamningar viđ ţá Jón Viktor Gunnarsson, Braga Ţorfinnsson og Dag Arngrímsson. Taflfélag Bolungarvíkur styrkir ţá verulega til skákiđkunar nćstu árin og í stađinn munu ţeir tefla fyrir okkur nćstu tíu árin (Dagur nćstu ţrjú). Bćđi Jón Viktor og Bragi stóđu á tímamótum og voru viđ ţađ ađ hćtta ađ stefna á ađ verđa stórmeistarar. Međ samningnum viđ Taflfélag Bolungarvíkur munu ţeir geta einbeitt sér ađ skákiđkun nćstu tvö árin og gera atlögu ađ stórmeistaratitlinum. Segja má ađ viđ höfum tekiđ ţá í fóstur á ögurstundu og gert ţá ađ bolvískum skákmönnum. Viđ eigum ţví eftir ađ heyra nöfn ţeirra tengd bolvísku skáklífi nćstu tíu árin ađ minnsta kosti.
Í ţriđju og fjórđu deild höfum viđ einnig styrkt okkur og liđsmönnum fjölgađ, ţví til liđs viđ okkur hafa gengiđ skákmenn sem eru tengdir Bolungarvík eđa bolvískum skákmönnum. Einnig höfum viđ fengiđ aftur ađ skákborđinu gamlar kempur sem hafa sýnt ađ ţeir hafa engu gleymt og hafa komiđ á óvart međ góđum árangri.
Alls tóku 31 félagsmenn í Taflfélagi Bolungarvíkur ţátt í fyrri hluta Íslandsmótsins. Ţeir skiptust ţannig: einn Hollendingur, einn Grikki, tveir Úkraínumenn, sjö Reykvíkingar, einn Akureyringur, einn Sunnlendingur, tveir Ísfirđingar, einn Suđureyringur, tveir frá Búđardal og ţrettán Bolvíkingar.
Auk Íslandsmóts skákfélaga ţá eru fjölmörg önnur verkefni sem hafa fariđ fram eđa eru framundan. Ţar má nefna Hrađskákhátíđina sem haldin var um miđjan september í Bolungarvík og Evrópukeppni skákliđa sem fer fram í Grikklandi um miđjan október.
En verđur ţetta međ Taflfélag Bolungarvíkur eins og svo margar "málaliđa-sveitir" ađ ţetta verđur blađra sem springur, allt fer á hausinn og sveitirnar falla niđur um deildir eins og sökkvandi skip ?
Nei. Viđ vitum alveg hvađ viđ erum ađ gera og viđ teljum ađferđ okkar ţá einu réttu. Viđ vildum koma bratt inn í íslenskt skáklíf og stimpla okkur rćkilega inn. Á einu ári hefur okkur tekist ađ verđa eitt sterkasta taflfélagiđ á Íslandi og ţađ sem er mest spennandi.  Nćr allar okkar áćtlanir hafa gengiđ eftir og viđ erum međ blússandi byr í seglunum.
Á nćsta ári munum viđ slaka á í Íslandsmóti skákfélaga og ţá munum viđ byggja a-sveitina á íslenska kjarnanum í sveitinni ásamt vestfirskum skákmönnum sem tefla í b-sveitinni. Sú sveit mun ekki verđa jafn gríđarlega sterk og núverandi a-sveit, en mjög frambćrileg í 1.deild.  Fókusinn verđur settur á unglingastarfiđ í Bolungarvík og starf á međal bolvískra skákmanna á höfuđborgarsvćđinu. Meira ađ segja eru hugmyndir um unglingastarf á međal Bolvíkinga á höfuđborgarsvćđinu. Viđ erum ţví ađ byggja til framtíđar. Byrjum bratt og notum svo brekkuna sem viđ erum búnir ađ koma okkur fyrir í til ađ komast sem lengst. Nú ţegar finnum viđ fyrir miklum áhuga bćđi á međal okkar sjálfra sem höfum stađiđ í eldlínunni undanfarin ár, hjá krökkum í Bolungarvík og nágranna sveitafélögum, hjá gömlum bolvískum skákkempum, hjá Bolvíkingum og hjá íslensku skákhreyfingunni.
Ţađ er ţví mjög bjart framundan hjá Taflfélagi Bolungarvíkur Smile

 


Jón Viktor Gunnarsson Taflfélagi Bolungarvíkur Hrađskákmeistari Íslands 2008

 IMG 0180

Arnar Gunnarssson ađ gefast upp í seinni úrslitaskákinni viđ Jón Viktor Gunnarsson og sá síđarnefndi ţar međ orđinn Hrađskákmeistari Íslands 2008

 

glitnir_145w_678332.jpg

Frá skak.is

Jón Viktor Gunnarsson varđ í dag Íslandsmeistari í hrađskák eftir ćsispennandi mót sem fram fór í dag í blíđskaparveđri í Bolungarvík.  Jón Viktor og Arnar E. Gunnarsson komu jafnir í mark međ 13 vinninga en Jón vann einvígi ţeirra á millum 2-0.   Henrik Danielsen og Björn Ţorfinnsson urđu í 3.-4. sćti međ 12,5 vinning.

Jón Viktor byrjađ ekki vel og tapađi í 4. og 5. umferđ.  Eftir ţađ héldu honum engin bönd og vann hann 12 nćstu skákir séu einvígisskákirnar taldar međ.  Lengi vel leit út fyrir sigur Jóns L. Árnasonar en tvö töp í lokin komu í veg fyrir hann.

Ađrir verđlaunahafar urđu:

  • Undir 2100: Stefán Freyr Guđmundsson
  • Undir 1800: Nökkvi Sverrisson
  • Stigalausir: Sigurđur Hafberg
  • 50 ára og eldri: Magnús K. Sigurjónsson
  • 16 ára og yngri:  Svanberg Már Pálsson, Jakob Szudrawski og Páll Sólmundur Halldórsson (Nökkvi Sverrisson var í raun og veru efstur en ađeins eru veitt ein aukaverđlaun fyrir hvern)
  • 12 ára og yngri: Ingólfur Dađi Guđvarđarson, Dađi Arnarsson og Erna Kristín Elíasdóttir
  • Kvennaverđlaun: Erna Kristín Elíasdóttir
  • Bolvíkingur: Guđmundur Dađason

IMG 0187IMG 0194

 

 

 

 

 

 

 

Fleiri myndir frá mótinu eru í myndasafninu.  Öll úrslit má finna á Chess-Results.  

Lokastađan:

 

Rank NameRtgClubPts
1IMJón Viktor Gunnarsson
2437TB13
2IMArnar Gunnarsson2442TR13
3GMHenrik Danielsen2526Haukar12
4FMBjorn Thorfinnsson2422Hellir12
5GMJon L Arnason2507TB11˝
6IMBragi Thorfinnsson2387TB
7 Omar Salama2212Hellir9
8FMSigurbjorn Bjornsson2316Hellir9
9 Stefan Freyr Gudmundsson2092Haukar
10FMGudmundur Kjartansson2328TR
11 Jorge Rodriguez Fonseca2042Haukar
12 Gudmundur Dadason1975TB
13 Gudmundur Gislason2328TB8
14FMAndri A Gretarsson2315Hellir8
15 Magnus Sigurjonsson1860TB8
16 Gudmundur Halldorsson2251TB8
17 Einar Kristinn Einarsson2070TV8
18 Kristjan Orn Eliasson1966TR8
19 Stefan Arnalds1935TB8
20 Magnus P Ornolfsson2212TB
21 Dadi Gudmundsson1970TB
22 Unnsteinn Sigurjonsson1950TB
23FMHalldor Einarsson2264TB
24 Saebjorn Gudfinnsson1910TB
25 Arnaldur Loftsson2105Hellir
26 Sigurdur Olafsson1970TB
27 Nokkvi Sverrisson1560TV
28 Arni A Arnason2139TR7
29 Sverrir Unnarsson1875TV7
30 Svanberg Mar Palsson1751TG7
31 Pall Sigurdsson1867TG7
32 Ingi Tandri Traustason1774Haukar7
33 Einar Garđar Hjaltason1655Gođinn7
34 Olafur Sigurbj Asgrimsson1670TR7
35 Sigurdur Hafberg0Flateyri7
36 Ingolfur Hallgrimsson0Bolungarvík7
37 Ragnar Saebjornsson0Bolungarvík
38 Gisli Hrafnkelsson1575Haukar
39 Ţorgeir Guđmundsson0Bolungarvík
40 Jakub Szudrawski0Bolungarvík
41 Páll Sólmundur Halldórsson0Bolungarvík4
42 Ingólfur Dađi Guđvarđarson0Bolungarvík4
43 Baldur Smári Einarsson0Bolungarvík4
44 Dađi Arnarsson0Bolungarvík3
45 Elías Jónatansson0Bolungarvík3
46 Erna Kristín Elíasdóttir0Bolungarvík0

Fjórir sterkir skákmenn ganga til liđs viđ Taflfélag Bolungarvíkur

TaflBol017

Fjórir sterkir skákmenn hafa ákveđiđ ađ ganga til liđs viđ Taflfélag Bolungarvíkur og styrkja 1.deildarliđ ţess fyrir deildarkeppnina nćstkomandi vetur. Ţetta eru Jón Loftur Árnason stórmeistari og alţjóđlegu meistararnir Jón Viktor Gunnarsson, Bragi Ţorfinnsson og Dagur Arngrímsson.


Jón L ţarf vart ađ kynna enda hefur hann veriđ í forystusveit íslenskra skákmanna um árarađir ţó hann hafi minnkađ taflmennskuna hin síđari ár. Eftirminnilegasta afrek Jóns L er án efa sigur hans á heimsmeistaramóti sveina 16 ára og yngri áriđ 1977 ţar sem hann varđ á undan ekki ómerkari manni en síđar heimsmeistara Garry Kasparov. Jón L var áđur í Taflfélaginu Helli.
Alţjóđlegu meistararnir Jón Viktor og Bragi Ţorfinnsson eru af ţeirri kynslóđ sem hefur hin síđari ár veriđ ađ taka viđ keflinu af fjórmenningaklíkunni svokallađri. Skákmenn af ţessari kynslóđ stimpluđu sig rćkilega inn áriđ 1995 ţegar ţeir urđu Ólympíumeistarar sveita yngri en 16 ára. Jón Viktor og Bragi tefldu ţar á 1. og 2. borđi. Jón Viktor var áđur í Taflfélagi Reykjavíkur og Bragi í Taflfélaginu Helli.


Dagur Arngrímsson er einn efnilegasti skákmađur landsins og hefur veriđ ađ auka styrkleika sinn jafnt og ţétt undanfarin ár. Hann klárađi síđasta skilyrđiđ fyrir alţjóđlegum meistaratitli í vetur og mun án efa banka á dyr íslenska landsliđsins innan skamms. Dagur var áđur í Taflfélagi Reykjavíkur.

Á sama tíma gerir Taflfélag Bolungarvíkur tímamótasamninga viđ ţrjá af ţessum öflugu skákmönnum. Jón Viktor og Bragi Ţorfinnsson eru styrktir til tveggja ára ţannig ađ ţeir geti einbeitt sér algjörlega ađ taflmennsku og stefnan er ađ ţeir verđi báđir orđnir stórmeistarar ađ ţeim tíma liđnum. Dagur Arngrímsson er styrktur til ţriggja ára til ađ auka styrkleika sinn sem skákmanns.


Taflfélag Bolungarvíkur hefur mikla trú á ţessum skákmönnum og vill međ ţessum samningum leggja sitt lóđ á vogarskálarnar til ţess ađ efla íslenskt skáklíf.

Á síđasta keppnistímabili vann Taflfélag Bolungarvíkur tvo titla af fjórum mögulegum, sigur vannst í 2. og 4. deild. Á nćsta tímabili verđur TB međ liđ í 1.deild og 3.deild og stefnan er sett á ađ senda tvö liđ í fjórđu deild. Öflugt barna- og unglingastarf er hafiđ í Bolungarvík og standa vonir til ađ bolvískir unglingar muni tefla í 4.deild ásamt gamalreyndum bolvískum skákmönnum.

 

Myndaalbúm frá undirskriftinni: http://taflfelagbolungarvikur.blog.is/album/fjorir_fraknir/image/505904/

 

Nánari upplýsingar um hina nýju félagsmenn Taflfélags Bolungarvíkur:

 

Jón Loftur Árnason stórmeistari fćddur 13.nóvember 1960.

  • Núverandi skákstig: 2507
  • Heimsmeistari sveina (16 ára og yngri) áriđ 1977 í Cagnes-sur-Mer í Frakklandi á undan ekki ómerkari manni en Garry Kasparov.
  • Útnefndur stórmeistari áriđ 1986 Íslandsmeistari 1977, 1982 og 1988.
  • Var í sveit Íslands sem varđ í 5.sćti á Ólympíumótinu í Dubai 1986 og 6.sćti í Manila 1992

Jón Viktor Gunnarsson alţjóđlegur meistari fćddur 18.júlí 1980.

  • Núverandi skákstig: 2431
  • Útnefndur alţjóđlegur meistari áriđ 1998 . Er međ einn áfanga ađ stórmeistaratitli.
  • Íslandsmeistari áriđ 2000.
  • Tefldi á 1.borđi í sveit Íslands 16 ára og yngri sem varđ Ólympíumeistari áriđ 1995.

Bragi Ţorfinnsson alţjóđlegur meistari er fćddur 10.apríl 1981.

  • Núverandi skákstig: 2408.
  • Útnefndur alţjóđlegur meistari áriđ 2003 .
  • Tefldi á 2.borđi í sveit Íslands 16 ára og yngri sem varđ Ólympíumeistari áriđ 1995.

Dagur Arngrímsson alţjóđlegur meistari fćddur 14. janúar 1987.

  • Núverandi skákstig: 2392
  • Verđur útnefndur alţjóđlegur meistari áriđ 2008.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband