Fćrsluflokkur: Bloggar
1.7.2011 | 10:42
Taflfélag Bolungarvíkur fer á EM félagsliđa í Slóveníu
Taflfélag Bolungarvíkur fer á EM félagsliđa sem haldiđ er í heilsubćnum Rogaka Slatina í Slóveníu dagana 24.september til 2.október n.k.. TB hefur tvisvar áđur keppt á EM. Áriđ 2008 lentum viđ í 36.sćti og áriđ 2009 í ţví 25. Stefán Kristjánsson, Bragi Ţorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson, Ţröstur Ţórhallsson, Dagur Arngrímsson og Guđmundur Gíslason hafa allir gefiđ jákvćtt svar um ţátttöku. Taflfélagiđ Hellir mun einnig taka ţátt. Síđast var TB efsta norrćnna taflfélaga, munum viđ leika ţađ aftur eftir ?
Heimasíđa mótsins: http://ecc2011.sahohlacnik.com/
Bloggar | Breytt 30.7.2011 kl. 18:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2011 | 08:49
Keppnistímabiliđ 2010-2011 - pistill
Íslandsmeistarar í 1.deild 2010-2011
Íslandsmeistarar í 2.deild 2010-2011
Besti "performance" í ÍS 2010-2011:
1. Jón L Árnason 2678
2. Stefán Kristjánsson 2665
3. Jóhann Hjartarson 2578
Besta hlutfall í ÍS 2010-2011:
1. Guđmundur Gíslason 7 vinninga af 7
2. Dagur Arngrímsson 6.5 vinninga af 7
3. Stefán Kristjánsson 5.5 vinninga af 6
4. Jón L Árnason 4.5 vinninga af 5
5. Ţröstur Ţórhallsson 6 vinninga af 7
ÍS skákfélaga c liđ - bestur árangur :
1. Guđmundur Dađason 4 vinninga af 6
2. Jónas H Jónsson 3,5 vinningar af 4
3. Gísli Gunnlaugsson 3,5 vinningar af 7
4. Halldór Gíslason 3 vinningar af 3
5. Unnsteinn Sigurjónsson 3 vinningar af 3
5. Stefán Arnalds 3 vinningar af 4
5. Benedikt Einarsson 2 vinningar af 2
Mestu FIDE-stigahćkkanir 1.mai 2010 - 1.mai 2011:
1. Halldór Grétar Einarsson 16 stig (2220 -> 2236)
2. Ţröstur Ţórhallsson 11 stig (2381 -> 2392)
3. Jón L Árnason 9 stig (2490 -> 2499)
4. Stefán Kristjánsson 8 stig (2477 -> 2485)
5. Gísli Gunnlaugsson 7 stig (1839 -> 1846)
6. Bragi Ţorfinnsson 5 stig (2422 -> 2427)
Hrađskákkeppni taflfélaganna:
1. Bragi Ţorfinnsson 85% (25.5 af 30)
2. Ţröstur Ţórhallsson 84% (21 af 25)
3. Jóhann Hjartarson 75% (9 af 12)
4. Magnús Pálmi Örnólfsson 69.2% (18 af 26)
Ólympíuskákmótiđ í Khanty-Mansiysk í Síberíu 2010:
Bragi Ţorfinnsson var fulltrúi okkar í liđinu og ţađ er mál manna ađ
hann ásamt Birni bróđir sínum hafi veriđ hryggjarstykkiđ í góđum árangri Íslands.
Bragi fékk 5,5 vinninga af 9. Hann tefldi međ "performance" 2417 og hćkkađi um 11.9 stig fyrir frammistöđuna.
Reykjavíkurskákmótiđ 2011
Guđmundur Gíslason náđi bestum árangri undir 2400 stigum og náđi sínum ţriđja AM áfanga.
Bragi Ţorfinnsson og Guđmundur Gíslason urđu í 4.-7. sćti á Norđurlandamótinu í skák međ 6 vinninga af 9 mögulegum.
London Chess Classic 2010:
Ţröstur Ţórhallsson gerđi góđa ferđ til London um miđjan desember og krćkti sér í 3.-7. sćtiđ í FIDE Open flokknum í London Chess Classic hátíđinni.
Ţröstur fékk 7 vinninga af 9 og tefldi međ "performance" 2538 og hćkkađi um 20 stig.
Skákţing Íslands 2011 - Landsliđsflokkur:
Bragi Ţorfinnsson lenti í öđru sćti hársbreidd frá GM áfanga međ 6,5 vinninga af 9 og 15,8 stig í plús (performance 2547)
Ţröstur Ţórhallsson og Stefán Kristjánsson urđu í 4.-5. sćti međ 5,5 vinninga af 9
Bolungarvíkurmeistari:
Dađi Guđmundsson er ennţá Bolungarvíkurmeistari !
Hrađskákmót Íslands 2010 - 17.desember 2010:
Jón Viktor Gunnarsson varđ Hrađskákmeistari Íslands 2010 međ 9 vinninga af 11
Jafn honum, en lćgri ađ stigum, varđ Ţröstur Ţórhallsson.
Okkar menn röđuđu sér í öll efstu sćtin, ţví í 3.-4. sćti međ 8 vinninga urđu Jóhann Hjartarson og Jón L Árnason međ 8 vinninga.
Afmćlismót Jóns L Árnasonar í Hótel Glym Hvalfirđi 12.desember 2010:
1. Jóhann Hjartarson 8 vinninga af 9
2. Jón L Árnason 7,5
3.-5. Bragi Ţorfinnsson 6,5
3.-5. Helgi Ólafsson 6,5
3.-5. Hjörvar Steinn Grétarsson 6,5
Skák ársins 2010:
2.-3. sćti međ 11 atkvćđi
Hvítt: IM Ekstroem Roland 2489
Svart: IM Bragi Ţorfinnsson 2415
Ólympíumótiđ í Khanty-Mansiysk
September 2010
Hvítt: GM Sarunas Sulskin 2544
Svart: GM Jóhann Hjartarson 2582
ÍS 2010-2011
Október 2010
4.sćti međ 10 atkvćđi
Hvítt: GM Ţröstur Ţórhallsson 2367
Svart: GM Abhijeet Gupta 2600
London Chess Classic - FIDE Open
Desember 2010
Sjá skákirnar á: http://hornid.com/cgi-bin/mwf/topic_show.pl?pid=68832;hl=
Ýmsir sigrar félagsmanna:
20.júní 2010: Jóhann Hjartarson sigrađi á Skákhátíđinni í Árneshreppi á Ströndum međ 8 vinninga af 9
19.ágúst 2010: Guđmundur Gíslason sigrađi á Borgarskákmótinu međ 7 vinninga af 7
4.september 2010: Sćbjörn Guđfinnsson vinnur Ljósanćturskákmótiđ međ 7 vinninga af 7
14.október 2011: Magnús K Sigurjónsson vinnur Fimmtudagsmót TR međ 6,5 vinninga af 7
24.janúar 2011: Sćbjörn Guđfinnsson vinnur Hrađmót Hellis međ 5,5 vinninga af 6
17.mars 2011: Magnús K Sigurjónsson vinnur Fimmtudagsmót TR
24.mars 2011: Magnús K Sigurjónsson vinnur Fimmtudagsmót TR međ 6 vinninga af 7
26.apríl 2011: Sćbjörn Guđfinnssom vinnur Ása-mót međ 8,5 vinninga af 9
26.mai 2011: Magnús K Sigurjónsson vinnur Fimmtudagsmót TR međ 5,5 vinninga af 7
Hrađskákstigalisti í lok tímabils:
1. Jóhann Hjartarson 2630 (tvö GM-norm)
2. Jón L Árnason 2500 (eitt AM-norm)
3. Jón Viktor Gunnarsson 2475 (eitt GM-norm)
4. Bragi Ţorfinnsson 2435 (tvö AM-norm)
5. AM Halldór Grétar Einarsson 2315 (eitt GM norm)
6. FM Guđmundur Halldórsson 2295
7. FM Magnús Pálmi Örnólfsson 2285 (eitt AM-norm)
8. Elvar Guđmundsson 2270 (eitt AM-norm)
9. FM Guđmundur Dađason 2115 (eitt AM-norm)
10. BM Stefán Arnalds 2085
11. Unnsteinn Sigurjónsson 2065 (eitt BM-norm)
12. BM Dađi Guđmundsson 2055
13. Árni Ármann Árnason 2035
14. Sćbjörn Guđfinnsson 2025 (tvö BM-norm)
15. Gísli Gunnlaugsson 1820
16. Benedikt Einarsson 1700
17. Guđjón Gíslason 1635
Starfsemi félagsins:
Ţrjú liđ send til keppni í Íslandsmóti Skákfélaga
Ţrjár hrađskákćfingar haldnar
Sameiginlegar hrađskákćfingar međ Mátum
Bloggar | Breytt 11.6.2011 kl. 12:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2011 | 16:53
Íslandsmeistarar ţriđja áriđ í röđ
Taflfélag Bolungarvíkur er Íslandsmeistari skákfélaga ţriđja áriđ í röđ og ţetta áriđ unnum viđ tvöfalt, bćđi 1. og 2. deild. Ţađ er ţví óhćtt ađ segja ađ allt hafi gengiđ upp í seinni hluta Íslandsmótsins sem fram fór 4. og 5. mars.
En byrjum ţessa yfirferđ í 3. deildinni. C liđiđ okkar var um miđja deild eftir fyrri hlutann og átti hvorki raunhćfa möguleika á ađ fara upp né ađ falla, nema allt myndi gjörsamlega ganga á afturfótunum. Kristján Heiđar Pálsson skipti yfir til okkar í vetur og tefldi sína fyrstu skák međ okkur. Viđ bjóđum hann hjartanlega velkominn heim! Annars voru talsverđ forföll hjá okkur, Dađi Guđmunds og brćđurnir Unnsteinn og Magnús voru allir fyrir vesta, Stefán ţurfti ađ sinna knattspyrnuţjálfun ţar sem Gaui Ţórđar var erlendis og ég sjálfur tefldi bara eina skák svo ég gćti sinnt liđsstjórastarfinu betur. Viđ ákváđum ţví ađ keyra liđiđ talsvert á skákmönnum sem nýlega hafa gengiđ til liđs viđ félagiđ. Međ ţví móti höfum viđ vonandi náđ ađ virkja enn fleiri skákmenn til ađ tefla reglulega međ okkur nćstu árin. Sem dćmi má nefna ađ Egill Steinar Ágústsson tefldi allar ţrjár skákirnar og fékk ţví mjög góđa reynslu sem vonandi nýtist honum vel. Liđiđ var annars svona skipađ: Magnús P Örnólfsson, Guđmundur Dađason, Sćbjörn Guđfinnsson, Gísli Gunnlaugsson, Ţormar Jónsson, Jónas H Jónsson, Halldór Gíslason, Kristján H Pálsson og Egill Steinar Ágústsson.
Í 5. umferđ fengum viđ KR b og töpuđum naumlega 3,5-2,5. Okkur fannst ţetta ekki alveg detta međ okkur ţví Gísli Gunnlaugs var međ vinningsmöguleika en varđ ađ sćttast á jafntefli og Egill Steinar tapađi eftir ađ hafa veriđ međ jafna stöđu nánast alla skákina. Hálfur vinningur í viđbót hefđi tryggt eitt stig en í stađinn fengum viđ ekkert. Veröldin getur veriđ grimm! TG b var nćsti andstćđingur og var vitađ ađ ţađ yrđi strembiđ ţar sem ţeir voru stigahćrri á flestum borđum og líklega ekki međ síđra liđ en KR b (skv. stigalistanum!). Viđ sáum einfaldlega aldrei til sólar og 4,5-1,5 tap stađreynd. Í síđustu umferđ fengum viđ Hauka c og vorum komnir í ţá stöđu ađ verđa ađ vinna til ađ forđast fall. Getumunurinn á liđinum var hins vegar mjög mikill og viđ unnum fljótt og örugglega 6-0. Sveitin endađi í 9. sćti međ 6 stig og 22 vinninga.
Ţá ađ 2. deildinni. B liđiđ var í öđru sćti eftir fyrri hlutann, skammt á eftir Mátum en á hćla okkur komu b liđ Hellis og TR. Sveitin okkar var enn sterkari en í fyrri hlutanum og viđ settum okkur ţví tvenn markmiđ, ađ komast í upp í 1. deild og ađ vinna 2. deildina. Hópurinn sem tefldi var ţessi: Jón Viktor Gunnarsson, Ţröstur Ţórhallsson, Guđmundur Gíslason, Dagur Arngrímsson, Sophie Milliet, Halldór G Einarsson, Magnús P Örnólfsson og Árni Ármann Árnason.
Í fyrstu tveim viđureignum helgarinnar mćttum viđ TR b og Akurnesingum. Skipun liđsstjóra var skýr, bannađ ađ semja jafntefli heldur tefla til sigurs á öllum borđum. Ekki er hćgt ađ kvarta undan árangrinum ţví báđar viđureignir unnust sannfćrandi 5-1. Međ ţessum glćstum sigrum höfđum viđ ţegar náđ meginmarkmiđinu, ađ tryggja okkur sćti í 1. deild ađ ári. Fyrir síđustu umferđ höfđum viđ 1,5 vinnings forskot á Máta og ţeim vantađi ađeins 1 vinning til ađ tryggja sé annađ sćtiđ. Viđ máttum ţví tapa međ minnsta mun en samt vinna 2. deildina. Auk ţess var spennan í 1. deildinni í hámarki og hugur manna reikađi óneitanlega ţangađ. Liđsskipunin breyttist ţess vegna úr ţví ađ tefla stíft til sigurs í ađ heimilt vćri ađ semja um jafntefli ef menn mćtu sínar stöđur ţannig. Viđureignin ţróađist svo ţannig ađ tiltölulega stutt jafntefli voru samin á 3 borđum, allar stöđur nokkuđ jafnar eftir um 20 leiki. Viđ unnum síđan tvćr skákir og viđureignina 4-2. Frábćr sveit vann ţví 2. deildina nokkuđ örugglega ţegar uppi var stađiđ.
Ţá er komiđ ađ háspennunni í 1. deildinni. Ég hef tekiđ ţátt í Íslandsmóti skákfélaga í 25 ár en man varla eftir annarri eins spennu. Eftir fyrri hlutann var ljóst ađ 3 félög börđust um titilinn. Vestmannaeyingar leiddu međ 1,5 vinnings forskot á okkur og svo var Hellir 1,5 vinningi á eftir okkur. TV átti hins vegar erfiđustu dagskrána eftir en Hellir ţá léttustu, a.m.k. ef miđađ er viđ ELO stig. Fyrst mćttum viđ Haukum, svo TR og ađ endingu TV. Hellir og TV áttust svo viđ í 5. umferđinni. Viđ vissum ađ minnstu mistök myndu kosta titilinn og ţví settum viđ upp einfalt plan. Vinna bćđi Hauka og TR eins stórt og hćgt vćri, helst 8-0. Ţegar kćmi ađ viđureigninni viđ TV myndum viđ vita hvađ ţyrfti ađ gera til ađ verja Íslandsmeistaratitilinn. Hópurinn sem tefldi seinni hlutann var ţessi: Luke McShane, Vladimir Baklan, Yuriy Kuzubov, Yannick Pelletier, Jóhann Hjartarson, Jón L Árnason, Stefán Kristjánsson, Bragi Ţorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson og Ţröstur Ţórhallsson.
Í stuttu máli gekk áćtlunin fullkomlega upp. Viđ unnum Hauka 7,5-0,5 og TR 8-0. TV og Hellir tóku svo vinninga hvort af öđru auk ţess sem Hellir tapađi dýrmćtum vinningum á móti KR. Fyrir síđustu umferđ hafđi Hellir ţví helst úr lestinni og viđ međ ţriggja vinninga forskot á TV. Vestmannaeyingar ţurftu ađ vinna 5,5-,2,5 til ađ vinna mótiđ á stigum. Líkt og í 2. deildinni breyttum viđ ađeins um takt. Í stađ ţess ađ tefla stíft til sigurs í hverri skák var heimilt ađ gera jafntefli međ svörtu ef menn mćtu stöđuna svo. Ţađ er hins vegar erfitt ađ tefla upp á jafntefli í 8 skákum og viđ lögđum ţví upp međ ađ vinna viđureignina en ekki fá bara ţá 3 vinninga sem viđ ţurftum. Sú áćtlun gekk ţó engan veginn upp. Ađ vísu bauđ Helgi Ólafs Jóhanni jafntefli fljótt sem Jóhann ţáđi, enda međ svart. Okkur vantađi ţá ađeins 2,5 vinning úr 7 skákum og líkurnar á ađ ţađ myndi klikka voru litlar. Eđa ţćr áttu a.m.k. ađ vera litlar. Vestmannaeyingar börđust á hćl og hnakka og eiga mikiđ hrós skiliđ fyrir frábćran keppnisanda. TV náđi undirtökunum á flestum borđum og á tímabili leit út fyrir ađ ţeim vćri ađ takast hiđ ómögulega. Viđ stóđumst ţó áhlaupiđ, Stefán vann sína skák glćsilega og eftir ýmsar sviptingar endađi viđureignin 3,5-4,5 fyrir TV. Bolvísku Íslandsmeistararnir enduđu međ 2 vinninga forskot á silfurhafana úr eyjum.
Ţađ er athyglisvert ađ viđ töpuđum tveim viđureignum, á móti Helli og TV, en unnum samt mótiđ. Skýringin á ţví er ađ mínu mati klárlega mikil breidd í liđinu og áherslan á ađ vinna stigalćgri liđin stórt. Ađ vinna TR á öllum borđum hafđi ţar mest ađ segja og var ţađ í raun afrek ađ ná slíkum úrslitum á móti jafn öflugu liđi. Allir liđsmenn okkar skiluđu sínu en ţó langar mig ađ nefna fjóra ţeirra sérstaklega. Stefán Kristjánsson var međ 5,5 vinning úr 6 skákum. Fróđari menn en ég segja ađ hann hafi nú náđ 12,5 vinningum úr 13 skákum fyrir félagiđ. Ekkert slor ţađ! Jón L og Ţröstur náđu báđir 4,5 vinningum af 5 og Gummi Gísla var međ 3 af 3 (í fyrri hlutanum).
Frábćr helgi í alla stađi og félagiđ verđur í fyrsta skiptiđ međ tvćr sveitir í 1. deild á nćsta tímabili. Án efa munu TV og Hellir gera ađra atlögu ađ titlinum og viđ getum ţví hlakkađ til mikillar skemmtunar nćsta vetur.
Ađ lokum vil ég útnefna Ólaf Jens Dađason sem félagsmann helgarinnar. Jenni tefldi ekkert ađ ţessu sinni en veitti algerlega ómetanlegan stuđning. Nokkrum dögum fyrir helgina bauđ hann fram alla ţá ađstođ sem á ţyrfti ađ halda. Á föstudagskvöldinu fór hann t.d. tvćr ferđir á hóteliđ međ erlendu keppendurna svo ţeir kćmust beint í hvíld fyrir erfiđan laugardag. Ţađ gefur manni óneitanlega mikinn kraft ađ finna fyrir svona góđum stuđningi. Kćrar ţakkir!
Guđmundur M Dađason, formađur.Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2011 | 17:57
Erlendir liđsmenn okkar í seinni hluta ÍS
Einn heitasti skákmađurinn í heiminum í dag. Stóđ sig mjög vel í London Classic mótinu í desember og vann m.a. Magnus Carlsen í flottri skák. Endađi í skiptu öđru sćti ásamt heimsmeistaranum Anand. Luke vann síđan B-flokkinn í Wijk aan Zee (Tata Steel) ásamt David Navara, í lok janúar.
Ţetta er í ţriđja sinn sem Kuzubov teflir međ okkur. Hann vann Reykjavíkurskákmótiđ áriđ 2010 ásamt fleirum.
GM Vladimir Baklan Úkraínu 2613
Ţetta er í ţriđja sinn sem Baklan tefli međ okkur. Hann tefldi á 3ja borđi í sigursveit Úkraínu á Ólympíumótinu í Istanbúl áriđ 2000. Mjög geđugur náungi sem ţjálfar núna yngsta stórmeistara heims hann Ilya Nyzhnik.
GM Yannick Pelletier Swiss 2586
Ţetta er í fyrsta sinn sem Yannick teflir međ okkur. Hann teflir á fyrsta borđi fyrir Swiss.
IM Sophie Milliet Frakklandi 2375
Sophie er unnusta Yannick og mun tefla í annari deildinni međ okkur.
Ţetta voru erlendu keppendurnir okkar, en ađ sjálfsögđu eru ţeir bara skrautfjađrirnar og saman munum viđ vinna Íslandsmeistaratitilinn í vor !
Erlendir keppendur annarra liđa sem viđ vitum um og hafa fengiđ bođ í Reykjavíkurskákmótiđ eru:
Taflfélagiđ Hellir:
GM Miroshnichenko Evgenij UKR 2670
GM Adly Ahmed EGY 2640
GM Gupta Abhijeet IND 2590
Taflfélag Vestmannaeyja:
GM Gustafsson Jan GER 2652
GM Hammer Jon Ludvig NOR 2647
GM Miton Kamil POL 2616
Önnur félög:
GM Hess Robert L USA 2572 KR
IM Henrichs Thomas GER 2479 Fjölni
GM Ivanov Mikhail M RUS 2431 Taflfélag Reykjavíkur
Varđandi borđaröđ félaganna ađ öđru leiti vísast í styrkleikaröđun ţeirra sem sjá má á: https://spreadsheets.google.com/ccc?key=0AkWXnEohR48TdERxejlLeU5iWk1lcnl5a25yRXFnY1E&hl=en&authkey=CPTwuKQK#gid=0
Bloggar | Breytt 6.2.2011 kl. 10:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2011 | 00:23
Opna Gíbraltarmótiđ
Opna Gíbraltarmótiđ fer fram dagana 24.janúar til 3.febrúar nćstkomandi. Ţetta er eitt flottasta opna skákmót ársins međ góđum ađstćđum og háum verđlaunum. Félagar okkar ţeir Ţröstur Ţórhallsson og Stefán Kristjánsson hyggjast taka ţátt í mótinu og tilvaliđ fyrir menn, sem hafa tćkifćri á, ađ skella sér međ ţeim. Eins og fyrr segir ţá eru ađstćđur mjög góđar í mótinu og reikna má međ ađ hitastig á ţessum tíma á Gíbraltar sé 15-17 gráđur. Golfvellir í nágrenninu og tilvaliđ ađ sameina smá vetrarfrí og skák. Mörg ţekkt nöfn eru á ţátttakendalistanum m.a. Vassily Ivanchuk og hin nýkrýndi heimsmeistari kvenna Hou Yifan. Mótiđ er opiđ öllum og verđlaun í hinum ýmsu stigaţrepum.
Sjá nánar á heimasíđu mótsins: http://www.gibraltarchesscongress.com/gib2011/index.html
Einnig getur Ţröstur gefiđ ykkur góđ ráđ: throstur@austurbaer.is
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2010 | 22:45
Nýr stórmeistari hjá Taflfélagi Bolungarvíkur
Í dag varđ Illya Nyzhnyk stórmeistari í skák eftir ađ hann gerđi jafntefli viđ indverska stórmeistarann Abhijeet Gupta á alţjóđlega mótinu í Groningen í Hollandi. Nyznyk er ţví yngsti stórmeistari heims í dag. Nyznyk gekk í rađir okkar í sumar og óskar Taflfélag Bolungarvíkur honum til hamingju međ árangurinn !
Um miđjan desember náđi annar félagsmađur okkar frábćrum árangri. En ţá varđ Englendingurinn Luke McShane í 2.-3. sćti ásamt indverska heimsmeistaranum Viswanathan Anand í London Chess Classic mótinu. Magnúsi Carlsen stigahćsti skákmađur heims vann móti, en okkar mađur vann Carlsen í flottir skák í fyrstu umferđ. Ummćli Helga Ólafssonar um ţá skák: "Ţađ voru sönn snilldartilţrif sem sáust til Íslandsvinarins Luke McShane í sigurskákinni viđ Magnús Carlsen. Er ég ekki frá ţví hér sé á ferđinni ein besta skák ársins."
Sjá skákina á: http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1127074/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2010 | 22:44
Ţröstur Ţórhalls og Jón Viktor í ham
Ţröstur Ţórhallsson gerđi góđa ferđ til London um miđjan desember og krćkti sér í 3.-7. sćtiđ í FIDE Open flokknum í London Chess Classic hátíđinni. Ţetta er besti árangur Ţrastar í langan tíma og kćrkominn eftir langan öldudal. Ţröstur vann m.a. indverska stórmeistarann Abhijeep Gupta glćsilega í lokaumferđinni.
Jón Viktor og Ţröstur urđu síđan jafnir og efstir á Friđriks-mótinu, sem jafnframt var Hrađskákmót Íslands, rétt fyrir jólin. Jón Viktor var hćrri ađ Monrda stigum og varđ ţví Hrađskákmeistari Íslands 2010. Reyndar urđu félagsmenn TB í fjórum efstu sćtunum.
1. Jón Viktor Gunnarsson TB 9
2. Ţröstur Ţórhallsson TB 9
3. Jóhann Hjartarsson TB 8
4. Jón L Árnason TB 8
5. Helgi Ólafsson TV 8
6. Omar Salama Helli 8
7. Bergsteinn Einarsson TR 8
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2010 | 10:01
Íslandsmót skákfélaga
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fór fram 8.-10. október. Keppnin fór fram í Rimaskóla međ hefđbundnu sniđi og má gera ráđ fyrir ađ um 400 skákmenn hafi mćtt til leiks. Viđ Íslandsmeistararnir í Bolungarvík ćtlum okkur ađ sjálfsögđu ađ verja titilinn og verđa Íslandsmeistarar ţriđja áriđ í röđ. Keppnin í ár mun ţó verđa harđari en nokkru sinni fyrr eins og kom berlega í ljós í fyrri hlutanum. B liđ félagsins teflir í annarri deild og fyrirfram bjuggumst viđ viđ ađ vera í baráttu viđ Máta, Helli b og TR b um ađ fara upp í 1. deild. Í ţriđju deild er C liđiđ okkar og ţar sem ţónokkuđ var um forföll áttum viđ alveg eins von á ađ geta lent í fallbaráttu. Undanfarin ár höfum viđ einnig haft D liđ í fjórđu deildinni en vegna forfallanna neyddumst viđ til ađ draga liđiđ úr keppni ţennan vetur. Ljóst er ađ viđ ţurfum ađ fjölga félögum til ađ geta sent ţađ aftur til leiks á nćstu árum.
Helsti styrktarađili Íslandsmeistaranna ţessa helgi var Nói Siríus. Fyrir hverja umferđ var súkkulađiplötum dreift viđ borđ allra liđsmanna okkar og vakti ţađ óskipta athygli og jafnvel öfund á köflum. Kunnum viđ Nóa Siríus bestu ţakkir fyrir stuđninginn. En ţá ađ taflmennskunni.
Fyrsta umferđ
A liđiđ byrjađi á ađ mćta sterku liđi Fjölnis sem hafđi fjóra erlenda skákmenn auk Héđins Steingrímssonar. Viđ vorum međ tvo Úkraínumenn ţessa helgi á efstu borđunum, Kryvoruchko og Kuzubov. Ađrir í sveitinni á móti Fjölni voru Jóhann Hjartarson, Stefán Kristjánsson, Bragi Ţorfinssson, Jón Viktor Gunnarsson, Ţröstur Ţórhallsson og Guđmundur Gíslason. Okkar menn fóru vel af stađ og unnu sannfćrandi 6,5-1,5. Af öđrum ólöstuđum tefldi Jóhann alveg magnađa skák. Segja má ađ hann hafi byrjađ á ađ koma andstćđingnum í hálfgerđa leikţröng. Síđan lét hann andstćđinginn veikja peđastöđuna međ flottum drottningar og biskups leikjum (Dh1 og Bg2). Eftir ţađ sótti kóngurinn fram og hirti peđin eitt af öđru. Hrein unun ađ sjá hvernig Jóhann bćtti stöđuna sína skref fyrir skref og ungir skákmenn ćttu sérstaklega ađ skođa ţessa skák og lćra af. Jóhann sýndi ţarna af hverju hann er sterkasti skákmađur sem Ísland hefur átt!
B liđiđ mćtti Haukum b og vorum viđ stigahćrri á öllum borđum. Sveitina okkur skipuđu Dagur Arngrímsson, Halldór Grétar Einarsson, Magnús Pálmi Örnólfsson, Stefán Arnalds, Guđmundur Dađason og Sćbjörn Guđfinnsson. Segja má ađ viđ höfum teflt óađfinnanlega enda unnum viđ 6-0 og vorum aldrei í taphćttu á neinu borđi.
C liđiđ átti á brattann ađ sćkja í fyrstu umferđ á móti stigahćrra liđiđ TR c. Magnús Sigurjónsson var á fyrsta borđi og međ honum tefldu Gísli Gunnlaugsson, Sigurđur Hafberg, Jónas H Jónsson, Jón Eđvald Guđfinnsson og Páll Sólmundur Eydal. Viđ byrjuđum reyndar vel og Jónas vann snaggarlegan sigur en svo hallađi verulega undir fćti. Niđurstađan varđ 4,5-1,5 tap.
Önnur umferđ
Jóhann og Stefán hvíldu hjá A liđinu en Jón L Árnason og Dagur komu í liđiđ í stađinn. Viđ mćttum KR ingum og unnum ótrúlegan 8-0 sigur. Dramatíkin var ţó mikil ţví síđasta skák viđureignarinnar var á öđru borđi, Kuzubov á móti Sören Bech Hansen. Okkar mađur var búinn ađ veramjög tímanaumur í talsvert marga leiki og stađan hans var viđkvćm. Smám saman saxađist líka í tíma Hansen en stađa hans fór batnandi og var nánast orđin unnin. Á einu augabragđi snérist hins vegar tafliđ ţegar Hansen skákađi međ hrók, saklaus leikur ađ ţví er virtist, og skyndilega hrundi stađa hans til grunna. Svipbrögđ Hansen og viđbrögđ ţegar hann uppgötvađi smám saman hvađ hafđi gerst, hvađ hann hafđi gert, eru ólýsanleg. Ţađ hefđi ţurft ađ vera myndavél á stađnum. Fyrst rak hann upp stór augu, svo var hausinn hristur, ađeins bölvađ, slegiđ á enni sér, bölvađ meira, háriđ reytt. Ađ lokum gefiđ. Sorgleg fyrir Hansen og KR og alls ekki sanngjarnt en ađ ţví er ekki spurt.
Í annarri deild tefldum viđ á móti Reykjanesbć. Árni Ármann Árnason og Unnsteinn Sigurjónsson komu inn í liđiđ í stađ Dags og Sćbjörns, sem fćrđust í A og C liđiđ. Andstćđingur minn mćtti ekki og ţví fengum viđ strax einn vinning gefins. Í öđrum viđureignum tefldum viđ vel og unnum samtals 4-2. Sigurinn hefđi ţó getađ orđiđ stćrri ţví Árni tefldi svo djarft til vinnings ađ hann endađi á ađ tapa og Stefán hefđi hugsanlega getađ fengiđ meira en jafntefli úr sinni skák.
Í ţriđju deild mćttum viđ C liđi Akureyrar og markmiđiđ var sett á sigur. Sćbjörn, Ţormar Jónsson og Benedikt Einarsson komu inn í liđiđ í stađ Jónasar, Jóns Eđvalds og Páls Sólmundar. Fyrirkomulagiđ í 3. og 4. deild er ţannig ađ vinningar skipta ekki meginmáli heldur fást 2 stig fyrir ađ vinna viđureign og 1 fyrir 3-3 jafntefli. Annars ekkert stig! Ţađ má ţví lítiđ útaf bregđa. Ţađ stefndi í 3-3 eđa jafnvel tap ţegar heilladísirnar snérust međ okkur. Sigurđur Hafberg náđi međ mikilli seiglu ađ bjarga sinni skák í jafntefli og sama má segja um Ţormar. Á 6. borđi var Halldór Blöndal međ gjörunna stöđu á móti Benedikt, manni yfir og međ mátsókn. Auk ţess átti Halldór um klukkutíma eftir en Benedikt nokkrar mínútur. Ţegar Benedikt var ađ ţví kominn ađ gefa skákina lék Halldór af sér drottningunni. Viđ ţađ fipađist Halldór algerlega og í stađinn fyrir ađ beina skákinni út í mun verra endatafl, sem ţó hefđi mátt berjast áfram í, hélt hann áfram ađ leika af sér og gaf stuttu síđar. Heiđursmađurinn Benedikt bađst afsökunar á ţessum sigri sínum, skiljanlega fyrir okkur sem urđum vitni ađ ţessu. Niđurstađan var 4,5-1,5 sigur sem var auđvitađ allt of stór miđađ viđ útlitiđ á tímabili.
Ţriđja umferđ
Nú var komiđ ađ erfiđustu viđureign Íslandmeistaranna ţessa helgi, á móti Helli. Hannes Hlífar tefldi ađeins á 4. borđi en fyrir ofan hann voru ţrír mjög stigaháir erlendir skákmenn, m.a. David Navara sem hefur 2722 stig. Jóhann og Stefán komu aftur í liđiđ og má segja ađ allt hafi veriđ lagt undir. Baráttan var hörđ en ţegar líđa tók á viđureignina varđ útlitiđ sífellt dekkra. Stöđurnar á borđunum gáfu ekki fyrirheit um góđ úrslit. Segja má ađ skák Hannesar og Jóns L hafi skipt sköpum. Hannes hafđi yfirburđastöđu, ef ekki kolunniđ, ţegar hann lék hrćđilegum afleik. Jón nýtti sér mistökin um leiđ og Hannes gat ekkert gert nema gefiđ. Niđurstađan varđ 4,5-3,5 tap en viđ hefđum ađeins fengiđ 2,5 vinning ef Jón hefđi tapađ. Viđ vorum ţví sáttir ţrátt fyrir tap međ minnsta mun enda Hellir stigahćrra liđiđ í ţessari viđureign og útlitiđ verulega dökkt um tíma.
B liđiđ mćtti b liđi Hellis á sama tíma. Guđmundur Gísla og Dagur fćrđust niđur í B liđiđ í stađ Árna og Unnsteins. Ţeir reyndust hinn sćmilegast liđsstyrkur ţví ţeir unnu báđir sínar skákir. Ég tefldi illa og tapađi en Stefán Arnalds og Halldór Grétar gerđu jafntefli. Stađan var ţví 3-2 ţegar ađeins ein skák var eftir, á milli Gunnars Björnssonar forseta SÍ og Magnúsar Pálma stjórnarmanns SÍ. Gunnar sveiđ Magnús illa í endataflinu og tryggđi Helli ţví jafntefli í viđureigninni. Keppnismađurinn Magnús var auđvitađ ekki sáttur viđ ţessi úrslit og bannađi algerlega ađ ţessi úrslit yrđu rifjuđ upp. Af tillitssemi viđ Magnús verđur ţví ekki minnst á ţessa skák hér og af tillitssemi viđ ađra félagsmenn okkar verđa ekki rifjađar upp fyrri viđureignir okkar viđ forsetann.
Til ađ fullkomna daginn ţá mćttust C liđ okkar og Hellis auđvitađ í ţriđju deildinni. Ţetta var ţví sannkölluđ TB Hellis umferđ. Unnsteinn fćrđist úr B liđinu í C liđiđ og Halldór Gíslason tefldi líka en Sćbjörn og Benedikt sátu hjá. Viđureignin var ansi jöfn og stađan 2,5-2,5 ţegar ein skák var eftir. Ţar tefldi Ţormar Jónsson viđ Ólympíufarann Jóhönnu Björg. Ţormar stóđ til vinnings og allt útlit fyrir 2 stig í hús. Slćmur afleikur breytti hins vegar stöđunni og nú var jafntefli í spilunum. Ţví miđur fyrir Ţormar lék hann aftur af sér og skákin tapađist, tvö stig út um gluggann ţar. Jóhanna gerđi ţó vel í ađ nýta sér mistök Ţormars sem tefldi vel alla helgina ţó úrslitin hafi ekki alltaf veriđ í samrćmi viđ ţađ. Ljóst er ţó ađ Ţormar er mjög góđ viđbót viđ liđiđ og fögnum viđ komu hans.
Fjórđa umferđ
Á sunnudagsmorgninum mćtti A liđiđ Akureyringum, sem komnir eru aftur í 1. deildina. Ţar eiga auđvitađ vinir mínir ađ norđan heima! Jóhann og Bragi hvíldu og komu Guđmundur Gísla og Dagur ţví inn í liđiđ á ný. Viđ vorum međ mun stigahćrra liđ og ţví var stefnt á stórsigur. Ţađ gekk ekki eftir og unnum viđ ađeins 5,5-2,5. Viđ hefđum sćtt okkur viđ einum vinningi meira og voru ţetta ţví klárlega vonbrigđi.
B liđiđ mćtti Selfyssingum og var liđsskipan okkar ansi athyglisverđ fyrir margra hluta sakir. Albrćđurnir Unnsteinn og Magnús Sigurjónssynir voru hliđ viđ hliđ á 5. og 6. borđi. Hálfbrćđurnir Stefán Arnalds og Guđmundur Dađason voru einnig hliđ viđ hliđ á 3. og 4. borđi. Hliđ viđ hliđ á 1. og 2. borđi sátu svo Halldór Grétar og Magnús Pálmi, fulltrúar okkar í stjórn SÍ. Allir sex teljumst viđ vera innfćddir Bolvíkingar og eru líklega nokkur ár síđan ađ sveit frá okkur hafi veriđ ţannig skipuđ. Ţví miđur tókum viđ ekki mynd af liđinu en viđ stillum okkur kannski upp síđar! Liđsskipanin hlýtur ađ hafa sett Selfyssinga út af laginu, eđa eflt okkur gríđarlega, ţví viđ unnum sannfćrandi sigur 5,5-0,5. Frábćr endir á góđri helgi B liđsins.
C liđiđ endađi á ađ mćta Skákfélaginu Vinjar og voru Jónas, Benedikt og Hálfdán Dađason nú komnir í liđiđ. Ekki er hćgt ađ kvarta yfir ţeirra innkomu ţví samtals tryggđu ţeir liđinu tvo vinninga og lögđu ţannig grunn ađ 3,5-2,5 sigri okkar. Ţađ verđur samt eiginlega ađ geta ţess, Vinjarmönnum til varnar, ađ ţađ vantađi ţrjá sterka skákmenn í ţeirra liđ. Tvö mikilvćg stig í hús og mjög gott ađ enda helgina á sigri.
Stađan
Keppnin um Íslandsmeistaratitilinn hefur aldrei veriđ jafnari. TV eru efstir međ 25 vinninga, viđ erum í öđru sćti međ 23,5 og Hellir ţriđju međ 22. Vestmannaeyingar eiga hins vegar erfiđustu dagskrána eftir, m.a. bćđi okkur og Helli, á međan Hellir á léttustu dagskrána eftir. Hellir hefur auk ţess forskot á okkur ţar sem ţeir unnu innbyrđis viđureignina. Ég tel reyndar ađ Hellir sé í lykilstöđu til ađ vinna mótiđ. Ţeir geta enn bćtt viđ sig einum mjög öflugum erlendum stórmeistara og ćttu ađ hafa alla burđi til ađ vinna tvćr viđureignir 8-0 ásamt ţví ađ vera sigurstranglegir ţegar ţeir mćta TV. Vestmannaeyingar eru klárlega ađ leggja allt undir ţetta áriđ og hljóta ađ mćta til leiks međ enn sterkari erlenda stórmeistara í seinni hlutann. Ţeir munu ţví ekkert gefa eftir. Viđ ćtlum okkur auđvitađ ađ berjast áfram og reyna ađ verja Íslandsmeistaratitilinn og í mínum huga er ljóst ađ dagsformiđ mun á endanum ráđa úrslitum. Í skák er stundum sagt ađ sá sem leikur nćst síđast af sér vinnur. Ţađ á vel viđ ţessa baráttu ţví héđan í frá munu minnstu mistök kosta Íslandsmeistaratitilinn.
B liđiđ kom á óvart í annarri deild og er í öđru sćti međ 18,5 vinninga. Efstir eru Mátar međ 20 vinninga en TR b hefur 15 vinninga og Hellir b 14. Liđin eiga miserfiđa andstćđinga eftir og ţví stefnir í mikla baráttu um tvö efstu sćtin. Ţessi árangur kom okkur á óvart ţví hvorki Elvar Guđmundsson né Guđmundur Halldórsson gátu teflt ţessa helgi, auk ţess sem Árni Ármann gat bara teflt eina skák. Liđiđ gćti ţví orđiđ enn sterkara í seinni hlutanum og ef taflmennskan heldur áfram ađ vera svona góđ munum viđ eiga tvö liđ í efstu deild ađ ári!
Vegna margs konar forfalla áttum viđ von á ađ C liđiđ yrđi nálćgt botnbaráttu ţriđju deildar. Ţađ var ţví ánćgjulegt ađ ná 4 stigum í hús og siglir liđiđ nokkuđ lygnan sjó sem stendur um miđja deild. Ţađ er óraunhćft ađ liđiđ blandi sér í toppslaginn og er markmiđ áfram ađ halda okkur eins fjarri botnbaráttunni og mögulegt er. Ánćgjulegt var ađ sjá nokkur ný andlit tefla međ liđinu og greinilegt ađ fengur er ađ Jónasi, Ţormari og Halldóri Gíslasyni sem allir hafa frekar nýlega gengiđ til liđs viđ félagiđ. Húmoristinn Sigurđur Hafberg kom frá Flateyri til ađ tefla og mun vonandi halda ţví áfram nćstu árin.
Ađ lokum
Um leiđ og ég ţakka Braga Kristjánssyni og Ólafi Ásgrímssyni fyrir skákstjórn, Helga Árna og Rimaskóla fyrir umgjörđina og Ásdísi, Skáksambandinu og ýmsum fleirum fyrir alla vinnuna og utanumhaldiđ, vil ég ţakka einum liđsmanni okkar sérstaklega. Gísli Gunnlaugsson hefur í mörg ár hvorki látiđ veikindi né stórafmćli aftra sér frá ţví ađ tefla fyrir okkar hönd. Ef ţađ hefur vantađ menn hefur hann ýmist útvegađ son sinn eđa vini til ađ bjarga okkur. Ef ţađ ţarf ađ skutlast ţá er hann ávallt reiđubúinn, hvort sem er til Akureyrar eđa út á Leifsstöđ. Gísli er hreint út sagt fyrirmyndar liđsmađur og félagi. Takk fyrir allt Gísli!
Guđmundur Dađason, formađur TB
Árangur einstakra liđsmanna Íslandsmeistaranna:
Yuriy Kryvoruchko 3 af 4
Yuriy Kuzubov 2,5 af 4
Jóhann Hjartarson 1 af 2
Jón L Árnason 3 af 3
Stefán Kristjánsson 2,5 af 3
Bragi Ţorfinnsson 1 af 3
Jón Viktor Gunnarsson 2,5 af 4
Ţröstur Ţórhallsson 3,5 af 4
Guđmundur Gíslason 4 af 4
Dagur Arngrímsson 3,5 af 4
Halldór Grétar Einarsson 2,5 af 4
Magnús Pálmi Örnólfsson 3 af 4
Árni Ármann Árnason 0 af 1
Stefán Arnalds 3 af 4
Guđmundur Dađason 3 af 4
Unnsteinn Sigurjónsson 3 af 3
Sćbjörn Guđfinnsson 2 af 2
Magnús Sigurjónsson 2 af 4
Gísli Gunnlaugsson 1,5 af 4
Ţormar Jónsson 0,5 af 3
Sigurđur Hafberg 2 af 4
Jónas H Jónsson 1,5 af 2
Jón Eđvald Guđfinnsson 0 af 1
Benedikt Einarsson 2 af 2
Halldór Gíslason 1 af 1
Hálfdán Dađason 0,5 af 1
Páll Sólmundur Eydal 0 af 1
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2010 | 10:01
Ţröstur Ţórhallsson međ bestu skák ársins 2009
Skák Ţrastar á móti Frakkanum Fabien Guilleux var kosin besta skák ársins 2009 í kosningu á SkákHorninu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2010 | 23:52
Keppnistímabiliđ 2009-2010 - pistill
Í gćr enduđum viđ Bolvíkingar keppnistímabiliđ međ sigurhátíđ. Félagar og makar hittust ţá, borđuđu saman og héldu upp á sigra síđastliđins árs.
Liđakeppnir:
Íslandsmeistarar í 1.deild 2009-2010
Hrađskákmeistarar taflfélaga 2009
25.sćti á EM félagsliđa, efst liđa frá Norđurlöndum
Einstaklingsárangur:
Mestu FIDE-stigahćkkanir 1.júlí 2009 - 1.mai 2010:
1.Bragi Ţorfinnsson 46 stig (2377 -> 2423)
2. Guđmundur Gíslason 22 stig (2348 -> 2370)
3. Stefán Kristjánsson 15 stig (2462 -> 2477)
ÍS skákfélaga c og d liđ:
1. Sćbjörn Guđfinnsson 4 vinninga af 6
2. Egill Steinar Ágústsson 4 vinningar af 7
3. Dađi Guđmundsson 3,5 vinninga af 6
4. Gísli Gunnlaugsson 3,5 vinninga af 7
Hrađskákkeppni taflfélaganna
1. Ţröstur Ţórhallsson 91% (31 af 34)
2. Jón Viktor Gunnarsson 80% (33,5 af 42)
3. Bragi Ţorfinnsson 74% (15,5 af 21)
EM félagsliđa
Guđmundur Gíslason varđ međ 3ja besta árangur allra keppenda sem tefldu á fjórđa borđi (5,5 af 7)
Skákţing Íslands 2009 - Landsliđsflokkur:
Bragi Ţorfinnsson og Jón Viktor Gunnarsson urđu í 2.-3. sćti međ 7,5 vinninga af 11. Ţröstur Ţórhallsson lenti í 4.sćti međ 6,5 vinninga.
Opna Bolungarvíkurmótiđ 2009:
Dađi Guđmundsson varđi 29 ára gamlan Bolungarvíkurmeistaratitil sinn. Fékk 8,5 vinninga af 11.
Hrađskákmót Íslands 2009:
Jón L Árnason varđ í 2. sćti međ 10 vinninga af 13
Ská ársins 2009:
Skák Ţrastar Ţórhallssonar á móti Fabian var valin skák ársins 2009
Stórmót CCP og TR:
Jón L Árnason sigrađi međ 5 vinninga af 7. Jóhann Hjartarson varđ í 2.-3. sćti međ 4,5 vinninga.
Afrekshópur Skáksambandsins:
Sex félagasmenn Taflfélags Bolungarvíkur voru valdir í Afrekshóp Skáksambandsins: Bragi Ţorfinnsson, Dagur Arngrímsson, Guđmundur Gíslason, Jón Viktor Gunnarson, Stefán Kristjánsson og Ţröstur Ţórhallsson.
Skákţing Íslands 2010 - Landsliđsflokkur:
Stefán Krsitjánsson lenti í 3ja sćti međ 7 vinninga af 10. Bragi Ţorfinnsson og Guđmundur Gíslason urđu í 4.-5. sćti međ 6,5 vinninga.
Ýmsir sigrar félagsmanna:
5.nóvember: Magnús K Sigurjónsson vinnur Fimmtudagsmót TR međ 6,5 vinninga af 7
23.nóvember: Sćbjörn Guđfinnsson vinnur Atkvöld Hellis međ 6 vinninga af 6
7.des 2009: Sćbjörn Guđfinnsson vinnur Hrađkvöld Hellis međ 7 vinninga af 7
18.mars 2010: Magnús Pálmi Örnólfsson sigrar Fimmtudagsmót TR međ 5,5 vinninga af 7
8.apríl 2010: Magnús Pálmi Örnólfsson sigrar Fimmtudagsmót TR međ 9 vinninga af
Hrađskákstigalisti í lok tímabils:
1. Jón Viktor Gunnarsson 2475 (eitt GM-norm)
2. Bragi Ţorfinnsson 2435 (tvö AM-norm)
3. FM Guđmundur Halldórsson 2295
4. Elvar Guđmundsson 2270 (eitt AM-norm)
5. FM Halldór Grétar Einarsson 2265 (eitt GM norm)
6. BM Guđmundur Dađason 2240 (einn AM og einn FM áfanga)
7. FM Magnús Pálmi Örnólfsson 2180
8. BM Stefán Arnalds 2145
9. BM Dađi Guđmundsson 2105
10. Sćbjörn Guđfinnsson 2100 (eitt BM-norm)
11. Árni Ármann Árnason 2045
12. Gísli Gunnlaugsson 1820
13. Benedikt Einarsson 1700
14. Guđjón Gíslason 1635
Starfsemi félagsins:
Taflfélag Bolungarvíkur gaf út Tímaritiđ Skák 2009-2010, fjögur tölublöđ.
Landsliđsflokkur haldinn í Bolungarvík í september
Opna Bolungarvíkurmótiđ í skák haldiđ í september í Bolungarvík
Hrađskákkeppni Taflfélaganna haldin í Bolungarvík í september
Hrađskákmót Íslands haldiđ í Bolungarvík í september
Alţjóđamót Taflfélags Bolungarvíkur haldiđ í september
Fjögur liđ send til keppni í Íslandsmóti Skákfélaga
Liđ sent á EM félagsliđa í október
Ţrjár hrađskákćfingar haldnar
Sigurhátíđ íslandsmeistaranna í apríl
Bloggar | Breytt 30.4.2010 kl. 09:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)